Ég er döpur! Ég er niðurbrotin! Ég er ömurlegur spámaður! Búin að missa trúna á draumunum mínum! Ætla nú samt að spá fyrir hvernig 8 liða úrslitin enda. 1. sæti Frakkland 2. sæti Pólland (já ég veit en því miður) 3. sæti Þýskaland 4. sæti Danmörk 5. sæti Króatía 6. sæti Ísland 7. sæti Spánn 8. sæti Rússland
En það sem ég er glataður spámaður þá fer þetta örugglega á allt annan hátt. Annars ætla ég bara að leggjast undir feld og ekki mæta í vinnuna í mánuð!!! Eini ljósi punkturinn í augnablikinu, þarf ekki að mæta aftur í vinnuna fyrr en 4. mars :) Later people... Imba Fox | 11:50 e.h. |
Exskjúsmí en ég segi nú bara eins og ein góð vinkona mín sagði um daginn, "Þessi maður er tilvalinn í kennslu í anatomiu!" Þetta er bara hlaupandi massavöðvaflykki og einstaklega gaman að sjá hvað búningurinn er fallega þröngur á vissum svæðum og þar af leiðandi sjást vöðvarnir frekar mikið vel! Sem sagt tvöföld ánægja fyrir Imbs að horfa á HM ;) úfff
Annars fæ ég hjartastopp og dey ef Ísland tapar fyrir Dönum á morgun! Ég er ekki að grínast ef þið haldið það, ég vaknaði í morgun með hreinlega verki í maganum af spennu út af þessum leik. Bað Ástrúnu að vinna fyrir mig á meðan leiknum stendur svo ég geti stutt þá af öllum lífs-, sálar- og raddarkröftum. Skilar sér pottþétt alla leið til Germany, efast ekki um það á neinn hátt. Ef þeir vinna, þá verð ég í skýjunum langt fram yfir helgi en ef þeir tapa þá má einhver bjóða mér þokkalega áfallahjálp.... ég meina ég er að deyja úr magaspenningi núna sólarhring fyrir leik og get svarið það að ef ég myndi mæla þrýstinginn þá væri hann frekar mikið óeðlilegur! Púff.... allur þessi spenningur, von, ótti, hræðsla, fallegu karlmenn, rassar, óþolandi pirrandi andstæðingar, harpix, bros, hlátur, grátur, öskur...... LOVE THIS GAME!!! ;) hahaha
Ætla að dirfast að segja að Ísland vinni Dani með 32 mökum gegn 30!!! Vona svo að Rússar taki þessa f%&$#ings he&%*$#tis Pólverja og STÚTI þeim!!! Og hana nú!! Imba Fox | 10:23 e.h. |
Vá veit ekki hvenær ég "fullorðnast" í það að úða í mig pungum, sviðasultu, lundaböggum, sviðakjömmum ásamt fleira "gotteríi". Fæ alveg klígju þegar ég sé fólk troða þessu í sig eins og ekkert sé eðlilegra... en skemmtilegur gamall siður engu að síður. Annars get ég sagt ykkur það að helvítið hann Ómar(vinnufélagi og gengur dagsdaglega undir nafninu Helvítið hann Ómar) ætlaði að ganga af okkur dauðum í dag, haldið þið að mannfjandinn hafi ekki tekið hákarl með sér í nesti niður á skrifstofuna okkar af þorrahátíðinni í matsalnum og þegar þessi úldna táfýla blandaðist saman við ógeðslegu skúringarsápufýluna eftir hreingerningartjélluna þá var mér nóg boðið. Úff..... hann fær nett einelti það sem eftir er dagsins!
Roman uppáhalds Pólverjinn minn í vinnunni er búinn að vera veikur í tvo daga, sakna hans :( og vona að honum batni sem allra fyrst. Vel á minnst, Ísland - Pólland í dag! Fæ að fara fyrr heim úr vinnunni því ég er að deyja úr áhuga! Fallega gert það. Datt aftur fyrir mig úr stólnum af spenningi í vinnunni í gær þegar við horfðum á leikinn á móti Túnis, það vakti ágæta kátínu viðstaddra. Annars mun fjölmennur og fríður hópur sem mun styðja okkar menn on the Lavestreet í dag :) Það er gott mál! Spái íslenskum sigri með stöðunni 32-29. Imba Fox | 12:18 e.h. |
By the way MEGAFÚL yfir tapi Íslendinganna á móti Úkraínu í dag.... fnuss, hnuss og sveiattann!!! Tárin voru ekki langt undan! :( Krissi prakkari laug því að mér þegar ég skrapp smástund frá sjónvarpstækinu að þeir þyrftu að endurtaka leikinn því Úkraína var með einn ólöglegan leikmann. Það vottaði fyrir smá vonarglætu í augunum á mér og honum fannst það geðveikt fyndið að sjá það. Braut það svo niður aftur með því að segja að hann væri að ljúga! Haldiði að sé skepnuskapur? ;) hehe Held að ég hafi annars aukið orðaforða minn í ljótuorðabókina til muna eftir þennan leik. Í fyrsta lagi kallaði ég alla leikmenn úkraínska landsliðsins "rottur sem vantar eyrun á", einnig "náfölar og horaðar hórur", "drullurottuhálvitar" kom líka við sögu sem og "helvítis hundar með hor" og aðeins fleiri sem ég ætla ekki að tíunda hér. Kannski bara best fyrir landsliðið að vinna Frakkana á morgun svona bara hjarta míns vegna??? Veit ekki hvort ég þori að horfa á leikinn..... Imba Fox | 10:59 e.h. |
Vó hvað ég er að kafna úr spenningi yfir því að HM í handbolta sé að byrja!!! Ég eeeelska að horfa á landsliðið keppa við erlendar þjóðir á stórmótum. Ég gjörsamlega missi mig í sófanum úr þjóðrembu og um leið stingur upp kollinum ófríður orðaforði sem ég svo eys yfir andstæðinga landsliðsins að viðkvæmt fólk ásamt ungum börnum og dýrum eru vinsamlegast beðin um að halda sig fjarri Hraunsveginum ;) Við pabbi sitjum yfirleitt bara tvö yfir þessu heima, mamma lokar sig bara af enda prúð kona og ekki þekkt fyrir að æsa sig og æpa yfir einhverju svona löguðu. Langaði um leið að minnast á heimasíðu íslenska landsliðsins í handbolta sem er að finna hér og finnst mér ekki annað hægt en að allir landsmenn skrái sig í stuðningsmannahóp strákanna okkar! Þar sem ég er gömul handboltakempa og spilaði meira að segja sömu stöðu og hann Óli minn Stef þá hvet ég ykkur til að skella ykkur inná síðuna og tékka á þessu! ÁFRAM ÍSLAND!! ;) Imba Fox | 1:30 f.h. |
Haldiði að ég hafi ekki hitt hana alnöfnu mína í dag :) Jú, jú, Ingibjörg Þórðardóttir, líka kölluð Imba, vinnur í mötuneyti flugstöðvarinnar :) Ég gekk til hennar, tók í höndina á henni og sagði henni að mér þætti mikill heiður að heilsa konu sem ber jafn fallegt nafn og ég ;) Þá er ég búin með eitt af áramótaheitunum mínum.
Það má líka geta þess að Imba stendur líka fyrir "International Mountain Bicycling Association" :) Mér finnst þetta bara ekkert annað en stórkostlegt ;) enda styð ég þessi samtök heilshugar með því að senda þeim hugskeyti á hálfs árs fresti :) Imba Fox | 2:28 e.h. |