~ Imba Fox ~

 

The FOX Fox






































































Things


This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com



eXTReMe Tracker


5. nóv. 2007
Busy pants dauðans.....

Já þið verðið bara að afsaka mig í þetta skiptið mínir frábæru blogglesendur! Eina afsökunin sem ég hef er að ég hef held ég aldrei á minni stuttu en viðburðarríku ævi verið jafn upptekin :S en það er samt ekkert annað en gott um það að segja! Ég er bara fegin að fá nokkra klukkutíma í svefn og það telst mikill munaður að fara í bað þessa dagana :) hehehe Frá því í byrjum september þá er ég búin að vera í skólanum öll kvöld virka daga með 100% vinnu og er þetta mun erfiðara en ég hélt en tjéllingin er ekkert að kvarta :) Búið að ganga vel að púsla öllu saman ásamt því að fara út til Arizona/Las Vegas, fá vinkonu mína hana Rachel frá Hollandi í heimsókn, mæta í saumaklúbba og finna tíma til að klappa kallinum þess á milli :) hehe

Það var svo óstjórnlega gaman í Ameríkunni með Inga Birni, Gunna og Gumma að ég á ekki orð yfir það :D Æðislegt veður vægast sagt :) Gaman að prófa að vera bara með strákum í útlöndum, ekkert stress, bara rólegheit og chill.... nenntum varla í "mollin" og lágum í leti, horfðum á 3. seríu af Grey´s, drukkum bjór og flatmöguðum í lauginni. Skruppum svo til Las Vegas í eina nótt og var Gunni svo góður að leyfa mér að fljúga alla leið all by myself :D hann fylgdist með kortunum og tók á loft og lenti :) ALLTOF gaman!!! Hlakka svo til að fá skírteinið og þá kemst ég í loftið þegar mig langar til og veður leyfir :D Annars var Vegas bara kúl! Löbbuðum um allt eins og mófós og horfðum hugfangin á ljósadýrðina :) Get eiginlega ekki lýst því hvernig aðflugið til Las Vegas er.... bara svona borg úti í miðri eyðimörk og það sem kallað er "Las Vegas Strip" (þar sem allar flottu byggingarnar og háhýsin eru) er það eina sem stendur upp :) og tala nú ekki um þegar maður flýgur inn á lítilli Cessnu Skyhawk einkavél þar sem útsýnið er ekki bara öðrum megin í vélinni heldur allan hringinn...... úff mar!!! Flugmenn eru án efa með besta og flottasta útsýni af skrifstofunni sinni, það er nokkuð ljóst!


Hótelið okkar í Las Vegas "New York New York"


Hoover stíflan


Flugvöllurinn í Phoenix Arizona


Grand Canyon

Skólinn er búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur. Ég er í fjölmennum bekk, erum ca 40 talsins og við vorum ekki lengi að kynnast og fíflumst núna alveg eins og apakettir :) Kennararnir eru líka hressir, flestir á aldrinum 25-27 ára :) sumir ekkert ljótir heldur og hefur það sannað sig í gegnum tíðina að ef ég er með myndarlegan karlkyns kennara þá á ég það til að leggja meiri áherlu á þau fög og enda svo yfirleitt með góða einkunn ;) og auðvitað ekkert annað en gott um það að segja! Aðeins 7 kennsludagar eftir og svo eru það 18 próf takk fyrir!!! 9 stykki í Flugskólanum, 29. nóv og 4. des og 9 stykki hjá Flugmálastjórn og verða þau í byrjun 19. og 20. des eða 4-5 próf á dag.... :P hmm Ég vona að ég rúlli þessu upp!! Og svo bara fly fly awayyyyy!!! :)

Rachel vinkona mín frá Hollandi sem ég kynntist í France var hjá mér eina helgi og þ.a.l önnur vinkona mín þaðan sem sækir mig heim. Við túristuðumst slatta og fórum m.a. Gullna hringinn og auðvitað endað í lobster á Stokkseyri :) Veeeery nice!!! Við vorum eins og samlokur úti í Frakklandi og það var eins og við höfðum bara hisst síðast í gær þegar ég tók á móti henni hérna heima :) Yndislegt að eiga svona frábæra vini :)

Annars er veturinn bara skollinn á..... sló met í að skella vetrardekkjunum undir kaggann.... reyni alltaf að bæta það á hverju ári og í ár tók það ekki nema 30 mínútur!!! Djöfull er þetta gott workout :) Hamaðist eins og venjulega á felgulyklinum við að losa boltana og svo að snúa kagganum upp og niður með tjakknum.... nú er ég farin að hljóma eins og Gyða Sól :D hahahaha en hún er auðvitað ekkert nema töffari!!!

Svo fer ég að eignast smá social life aftur þegar skólinn er búinn..... get þá kannski horft eitthvað á sjónvarpið og jafnvel eytt smá tíma með kæró :P þolinmóður þessi elska með eindæmum og ekki verra að hafa svona flugmann innan handar til að hjálpa manni með námið ef maður lendir í bobba..... :) Knús Gunni minn :*

Jæja ég er allavegana búin að blogga smá, skal reyna að láta ekki líða svona langan tíma í næstu færslu og þakka þeim er lásu :* Takk fyrir að halda mér við efnið krúttin mín!!! Lov jú long time!!! :*

Imba Fox | 1:33 e.h.



efst á síðu

 

c",)