Skólinn er búinn að vera alveg rosalega skemmtilegur. Ég er í fjölmennum bekk, erum ca 40 talsins og við vorum ekki lengi að kynnast og fíflumst núna alveg eins og apakettir :) Kennararnir eru líka hressir, flestir á aldrinum 25-27 ára :) sumir ekkert ljótir heldur og hefur það sannað sig í gegnum tíðina að ef ég er með myndarlegan karlkyns kennara þá á ég það til að leggja meiri áherlu á þau fög og enda svo yfirleitt með góða einkunn ;) og auðvitað ekkert annað en gott um það að segja! Aðeins 7 kennsludagar eftir og svo eru það 18 próf takk fyrir!!! 9 stykki í Flugskólanum, 29. nóv og 4. des og 9 stykki hjá Flugmálastjórn og verða þau í byrjun 19. og 20. des eða 4-5 próf á dag.... :P hmm Ég vona að ég rúlli þessu upp!! Og svo bara fly fly awayyyyy!!! :)
Rachel vinkona mín frá Hollandi sem ég kynntist í France var hjá mér eina helgi og þ.a.l önnur vinkona mín þaðan sem sækir mig heim. Við túristuðumst slatta og fórum m.a. Gullna hringinn og auðvitað endað í lobster á Stokkseyri :) Veeeery nice!!! Við vorum eins og samlokur úti í Frakklandi og það var eins og við höfðum bara hisst síðast í gær þegar ég tók á móti henni hérna heima :) Yndislegt að eiga svona frábæra vini :)
Annars er veturinn bara skollinn á..... sló met í að skella vetrardekkjunum undir kaggann.... reyni alltaf að bæta það á hverju ári og í ár tók það ekki nema 30 mínútur!!! Djöfull er þetta gott workout :) Hamaðist eins og venjulega á felgulyklinum við að losa boltana og svo að snúa kagganum upp og niður með tjakknum.... nú er ég farin að hljóma eins og Gyða Sól :D hahahaha en hún er auðvitað ekkert nema töffari!!!
Svo fer ég að eignast smá social life aftur þegar skólinn er búinn..... get þá kannski horft eitthvað á sjónvarpið og jafnvel eytt smá tíma með kæró :P þolinmóður þessi elska með eindæmum og ekki verra að hafa svona flugmann innan handar til að hjálpa manni með námið ef maður lendir í bobba..... :) Knús Gunni minn :*
Jæja ég er allavegana búin að blogga smá, skal reyna að láta ekki líða svona langan tíma í næstu færslu og þakka þeim er lásu :* Takk fyrir að halda mér við efnið krúttin mín!!! Lov jú long time!!! :* Imba Fox | 1:33 e.h. |