.....og mér fannst það bara vera að byrja :) Þetta þýðir bara eitt... er ekki kominn tími til að blogga á ný? :) Horfði út um gluggann í gær og það var kominn smá laufhrúga fyrir utan í eitt hornið. Ég hlakka til vetrarins satt að segja, margt nýtt og spennandi að gerast, t.d. byrja ég í skólanum í kvöld :) Loksins að láta verða að þessu! Er mjög líklega að fara svo til Phoenix í lok september að heimsækja nokkra vini mína sem verða þar að safna flugtímum og þeir ætla að leyfa mér að kíkja með þeim í flug og ef ég er heppin þá fæ ég kannski að skjótast í eina nótt til Las Vegas og fljúga yfir Grand Canyon með þeim og jafnvel fá að taka aðeins í stýrið :D Ekki leiðinlegt það!
Annars hafði ég það rosalega gott í sumarfríinu, notaði fríið mitt í allsherjar afslöppun, skrapp til New York í eina nótt með Jönu minni og var svo bara á flakki innanlands, í sumarbústaðnum, heimsótti Auju í sveitina, fór að Jökulsárlóni, flaug með Gunna að Snæfellsnesi og að Hellu ásamt nokkrum snertilendingum á Keflavíkurflugvelli, fór á tónleika, nokkrum sinnum í bíó, hitti stóran part af mínum ástkæru vinkonum, gerði tilboð í íbúð og eyddi líka ágætis tíma í nýju Macbook tölvunni minni sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf :) Think I am in loooove :D hahaha
Lífið er ljúft og hefur einhvern veginn upp á alltof mikið að bjóða að tjéllingin verður bara ringluð! En það er ekki verra, þar sem núna fer að róast aðeins í flugstöðinni og þá ætti manni ekki að leiðast á meðan :)
Hvernig eruð þið annars búin að hafa það sætu rebbarnir mínir? :) knús Imbs Imba Fox | 9:25 f.h. |