Æstur aðdáandi þessarar síðu vildi fá nýja færslu og það strax að ég þorði ekki öðru en að dúndra eins og einu stykki fyrst það er rólegt í vinnunni í augnablikinu!
Tjahh hvað get ég sagt..... kannski segi ég það nú fyrst formlega, ég er sem sagt að fara að læra að fljúga :) Búin að vera með þennan draum í maganum síðan ég var allavegana 17 ára en aldrei sagt neinum frá honum. Núna hugsa kannski sumir "Múhahaha hún að fljúga, waaaahahaha bwaaaahahahaha!" og skíta svo á sig úr hlátri. Við þetta fólk, sem þekkir mig greinilega ekki vel og vita ekki hversu einstaklega og ótrúlega greind ég er, vil ég segja: "Sleikið hamstur og étið hund!" Ok þá er því lokið :)
Mig hefur allavegana lengi lengi lengi langað að læra flug en bara aldrei þorað að hrinda þeim draum í framkvæmd og hugsaði alltaf að ég gæti þetta ekki. Var síðastliðin tvö ár mikið að pæla í því að skella mér í flugumferðarstjóranám en eftir að ég fór í starfskynningu á þeim bæ..... not so interested anymore! Ég hef lengi verið algjörlega heilluð af flugvélum og man þegar ég var lítil stúlkukind og lá á bakinu í garðinum heima og horfði á flugvélarnar lenda og fara í loftið hverja af annarri og óskaði þess að ég gæti flogið. Nú hugsa kannski sumir "Ohh díses væmni dauðans mar!" Við þetta fólk segi ég "Bíttu í belju!" hahaha Vó fyrir utan það hvað ég er greind þá er ég líka svo fyndin.... hahaha en afsakið nóg um það.
Ég tók þessa ákvörðun fyrir stuttu eftir að ákveðnir einstaklingar beinlínis sögðu mér að hætta að hugsa að ég gæti þetta ekki heldur hundskast og byrja að læra. Ég pantaði tíma í kynnisflug og JEREMÍAS hvað það var sssscccchwaaakalega gaman!!! Vó mar ég vissi að þetta væri gaman en vóóóóóóóósísmóóósí!!! Fórum á pínkulitlum skítakamri (sem er lítil flugvél í orðabók föður míns) og flugum inn á æfingarsvæði hjá Sandskeiði. Þar sleppti kennarinn stýrinu og sagði að ég mætti hreinlega leika mér :) Ji og ég tók beygjur og upp og niður og ég veit ekki hvað og hvað! Tókum svo netta dýfu dauðans og svo upp í loft aftur og svei mér þá ég segi bara rússíbanar my ass!!!
Því var næsta mál á dagskrá að fara til fluglæknis og athuga hvort ég hefði nú heilsu og allt það til að mega fljúga. Þess vegna var þetta svo mikið leyndó sko :) Jú jú ég kom út eins og nýsleginn túskildingur eftir hjartalínurit, lungnapróf, heyrnarpróf, sjónpróf, litblindupróf, blóðprufu, greindarpróf (hahaha nei djók) og öll hin prófin. Fékk hjá lækninum þetta fína skírteini og svo fór ég og skráði mig á námskeið hjá Flugskóla Íslands sem hefst í september :)
Ég er svo himinlifandi yfir þessu öllu saman að ég á ekki orð! Núna ligg ég yfir bókum eins og "Saga flugsins", "Veður- og haffræði", stúdera "hjáleiðakort" og les flugplön og flugveður eins og óð sé! Ég meina það er lágmark að vita hvað "kink", "geigun" og "velta" er og einnig hvað gerist ef maður lendir í "biðstakki" og ég tala nú ekki um nauðsyn "flappsa", "lofthemla" og "hallastýris" :) Allt sama stórmerkilegir hlutir sem maður pælir ekki rass í bala í þegar maður flýgur sem farþegi. Þetta er svo líka allt þeim Wright bræðrum að þakka ásamt fleiri góðum mönnum mannkynssögunnar :) Davíð flugsnillingur er búinn að vera duglegur að kenna mér ýmislegt gagnlegt :) Hann er örugglega annar Wright bræðra endurfæddur! ;) Eitt er svo víst að svo þegar kemur að því að prófa mig í "mass & balance" fyrir flugvélar þá á ég eftir að rústa því prófi :) enda búin að vinna við það núna í eitt og hálft ár :)
Jæja þá vitið þið það! :) Annars er margt skemmtilegt á döfinni, Natalia vinkona mín frá Brasilíu er að koma í heimsókn til mín næstu helgi. Ætla að gerast
túristi með henni og bruna aðeins um eigið land :) Hlakka mikið til! Svo styttist í Justin megatöffara :) Sumir hafa gengið svo langt í tilhlökkun og fengið sér emailið "egelskajustin@gmail.com" sem er bara tær snilld. Þetta verður vægast sagt frábær félagsskapur sem ég fer með til Glasgow og er ég viss um að Hnallgerður Velgja og co eigi eftir að stela öllu steini léttara í bænum :) Ég heiti því hér með að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að ná öðrum skónum af JT!!! Það yrði gööööðveikt!!! :) Svo fékk ég sumarfrí í júní OG ágúst (fínt að splitta þessu í tvennt) og ætla að nota tækifærið og skella mér til Parísar aaalein! Dunda mér þar í kannski viku og skoða allt og tala nú ekki um að nota þetta tungumál fyrst ég kann það. Eina skiptið sem ég þori að tala það er við Frakka eða annað fólk sem kann frönsku, annars roðna ég niður í tær :S hehehe
Þetta er orðið alltof langt..... ætla því ekki að röfla meira í bili en knús til ykkar sem nennið að lesa :* You Rock!!!
Ykkar Flying Fox :)