Sólskin og fiðrildi, fuglasöngur og bros allan hringinn :)
Hehe jú jú haldiði að þessi ferð til Sweeden og Danmerkur hafi bara ekki heppnast svona frábærlega :) Vá þvílík afslöppun og rólegheit. Gott að fara í svona "húsmæðraorlofs"ferðir á milli hinna verslunarferðanna ;) Gott að eiga góða að og þvílíkir gestgjafar sem vinkonur mínar eru - Bryndís og Helga Björt, enn og aftur kærar þakkir fyrir mig! Þið eruð englar í mannslíki! Og auðvitað Auja og Hildur líka fyrir stórkostlega samveru, þið eruð algjörir krúttspaðar og síðast en ekki síst Lára og Ragnheiður fyrir stuttan en yndislegan hitting :) Mikið knús til ykkar allra :*
En þetta er svo sannarlega ekki eina ástæða þess að ég er svona glimrandi happy! Talaði við Jönu eðalmús og við ásamt Láru erum að fara á Justin Timbó tónleika í Glasgow í maí :) Vá ég er strax farin að hlakka til! Svo er ég að fara að byrja á spænskunámskeiði, lengi langað til að læra það tungumál og fyrst ég er svona góð í frönsku þá ætti þetta að vera "pís of cake" því þessi tvö tungumál eru svo lík. HEY!!! Svo er sumarið að koma með öllu sem því fylgir, fór út á bolnum í dag og fékk smá smjörþef ;) LOOOOVE IT! Reyndar á ég svo eitt og kannski tvö leyndó sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum ennþá en þau koma þá kannski í ljós eftir nokkra mánuði..... er eiginlega spenntust yfir þessum leyndóum og hef ekki verið svona spennt í manna minnum. Er eiginlega að kafna! Þið vinkonur mínar sem vitið eitthvað um það sem ég er að tala (og þið vitið hverjar þið eruð) plís plís ekki segja neinum :) Treysti ykkur 110%
Fríið mitt í vinnunni er senn á enda, búið að vera hrein snilld að "chilla" í 32 daga með tærnar upp í loft! Fer að vinna á sunnudaginn og ætla þangað til að horfa á "Sex and the City" seríurnar sem ég keypti mér úti (möst fyrir allar tjéllingar að horfa á) hehe Og af því að ég er bara einhvers staðar uppi í skýjunum núna og fiðrildin eru á milljón í maganum á mér þá langar mig að nota tækifæri og segja að ÉG ELSKA YKKUR!" hehehe