
Af hverju er Imba á lausu?
Spurning sem ég fæ að heyra um mig eða er spurð að um það bil tvisvar í viku að meðaltali. Já, fólki finnst einfaldlega undarlegt að svona vænlegur kvenkostur leiki lausum hala bara yfirleitt. Tjahh ég veit ekki hver ástæðan er ein og sér. Ég á fullt að karlkyns aðdáendum út um allt en einhvern veginn er það alltaf þannig að ég er aldrei hrifin af þeim sem er hrifinn af mér eða öfugt. Held að þetta sé leið lukkudísanna minna að segja mér að ég þarf að hitta marga ranga aðila til að sjá þegar þar að kemur þann eina rétta sem kippir undan mér fótunum.
Mér líður reyndar afskaplega vel einni og það á kannski eftir að breytast þegar sá rétti kemur í leitirnar sem bara hefur ekki gerst hingað til. Það þarf sko meira en bara "pretty face" til að heilla mig og kann ég þá miklu betur að meta strák sem hefur húmor í lagi og ekki verra ef hann hefur sama húmor og ég sem er vægast sagt mikið skrítinn húmor :) Sama má segja um traust og heiðarleika því ég þoli ekki fólk sem lýgur. Held að ég hafi verið 10 ára þegar ég uppgötvaði það að lygi leiðir af sér aðra lygi þannig að ég ákvað snemma að það væri alltaf langauðveldast að segja sannleikann.
Svo er það einn líka frekar stór þáttur í þessu öllu saman en eins og flestir vita þá var mér dömpað allsvakalega af ástinni í lífi mínu á sínum tíma og ég held reyndar að svoleiðis hjartasár grói aldrei þó að maður nýti sér reynsluna sem býr að baki og passi sig ennþá betur á að brenna sig ekki aftur sem gerir mig þar af leiðandi ennþá kröfuharðari í dag. Ég er líka ljón og ég er ekki týpan sem geng á eftir strákum með slefið niður á höku, hringi í þá daglega eða eitthvað fleira í þeim dúr. Ég ákvað það fyrir löngu að ef einhver vill mig, þá skal hann hafa fyrir því!!! Ég hef líka alveg efni á að segja þetta því að mínu mati er ég þvílíkur massafengur ;) hehe Kom meira að segja einni gamalli konu til að hlæja af sér alla förðun á kvennaklósettinu á árshátíð Icelandair í gær þegar ég gekk að speglinum og sagði: "Mikið rosalega er ég sæt!" og meinti hvert einasta orð. Sumir kalla þetta hroka, ég kalla þetta sjálfsöryggi :) Gömlu konunni fannst þetta allavegana æði og sagði að það væru alltof margir með of lágt sjálfsmat núorðið. Samt er ég líka svo feimin og roðna niður í rass þegar fólk sem ég hitti ekki dagsdaglega hrósar mér fyrir fas mitt, útlit eða eitthvað sem ég hef gert vel. Bara svo það sé á hreinu að ég kann vel að meta það.
Það er nefninlega svo fyndið þetta með að hrósa sér sjálfur. Það virkar ég er að segja ykkur það! Ég meina t.d. ég er engin Jessica Alba í vextinum en mér finnst ég alltaf langflottust hvert sem ég fer. Ekki það að mér finnist aðrar stelpur eitthvað síðri. Ef manni líður ekki vel í eigin skinni þá er þetta líf "pretty much fucked already"! Held líka að það hafi verið fyrirfram ákveðið af æðri mætti að hafa mig pínu þybbna því annars ætti ég örugglega skrilljón ömurleg sambönd að baki. Ég á greinilega að fá einhvern sem kann að meta mig alveg eins og ég er með eða án stóru brjóstanna ;) haha Held ég yrði líka of sæt ef ég væri mjórri ;) Ein vinkona mín sem er búin að vera mikið í kringum mig undanfarið ár fór í starfsmannaviðtal um daginn og endaði viðtalið á því að segja hvað hún væri góður starfskraftur, dugleg og bara einfaldlega frábær manneskja. Ég get sagt ykkur það að því var bara vel tekið og hún sagði mér að þetta hefði hún lært af mér :) (átti líka auðvelt með það því hún er líka ljón) Ohh ég er svo stolt af henni :) hehehe
Æi ég bara veit ekki, kannski svarar þetta spurningunni um það hvers vegna ég er ennþá ein. Mér finnst þetta líka svo skondið ég meina af hverju er líka bara ekki í lagi að vera einn? Mér er skítsama þó að ég fari ein í bíó. Ekki horfi ég á fólk sem er eitt í bíó og hugsa: "Æi greyið það vill hann/hana engin/n!" hehe Sem kemur líka inn á mjög mikilvægan punkt, hverjum er bara ekki hundssama hvað öðrum finnst?
Ég býst ekki við neinu kommenti við þessum líka svo sem egóbústspistli um sjálfa mig og segja hvað ég sé góð og yndislega frábær manneskja ;) hehe Varð bara að koma þessu út ;)
Góðar stundir núðlurnar mínar og fyrir ykkur sem nennið að lesa þetta Imbubull, nennið að kommenta, hrósið mér og bara eruð vinir mínir...... ég eeeeeeelska ykkur!!! :) knús