Jú, jú, búbbíuferð nýafstaðin og var þetta afskaplega fín ferð í alla staði, blandað af: * afar afar miklum hlátri *smá verslað *hamingjustundum(happy hours) sem innihélt bjór og kokteila * spa meðferð í svítunni * pínulítið verslað * fleiri hamingjustundir * urðum að fullgildum meðlimum TGI Fridays klúbbsins í Sweeden * sumir rifu kjaft við dyraverði og spurðu þá "Hvort þeir væru í raun hamingjusamir!" * sumir létu sig hafa það að fara út að reykja því það er bannað að reykja inni á veitingastöðum Imbu til mikillar gleði og ánægju * sumir læstu ferðatöskunni sinni og týndu lyklunum og þurfti aðstoð frá stórum klippum í boði hótelsins * fengum steypi- steypiregn í boði Sweeden, afskaplega hressandi og tóku sumir Mary Poppins takta * sumir sýndu sitt allra heilagasta í lyftu hótelsins (já ég get svarið það, það allra heilagasta) * sumir hittu bassaleikara Iron Maiden, heitir by the way Steve Harris, og kysstu á þeim hárið og tóku í spaðann á honum og týmdu svo ekki að þvo á sér hendurnar þó að sumir hefðu aldrei vitað hver Steve Harris væri!!! * sumir tóku mynd af sér með lífverði Steve Harris því að þeir héldu að hann væri Steve Harris en sáu strax að þeir höfðu skitið í skyrið þegar lífvörðurinn spurði suma "Why do you want a photo of me?" Múhahahaha * sumir flippuðu á nærbuxunum og berir að ofan með síða hárkollu og sendu mms skilaboð til búbbía heima á Íslandi * sumir létu ljótan Svía bjóða sér upp á drykk og sátu svo uppi með hann ásamt tveimur vinum hans og var annar þeirra eins og froskafóstur í framan * við hittum tvífara margra manna, m.a. Þorgríms Þráinssonar, Baltasars Kormáks, Péturs fjarskylds ættingja í fjölskyldu Berglindar, Viggo Mortensen, Jóa Kristbjörns og margra annarra * komumst að því að sænskir ungir menn eru frekar fríðir * níðþröngar buxur eru í tísku í Svíþjóð, það liggur við að það sjáist í double O and 7 hjá strákunum og svo sáum við ljótasta karlmannsrass sem til er á jörðu (sá maður á ekki að ganga í gallabuxum) *Abba vill mann með stórar verkamannahendur (enga mjóa spýtuputta) en Imbu nægir maður með hendur ;) * sumir sögðust mera með lærleggi fyrir hendur og aðrir gagnrýndu sjálfan sig niður í rassgat ;) You know who you are! Látið ekki svona konur!! ;) hehe *Jahaaa!!! * Búbbíurnar vöktu mikla athygli á börum bæjarins fyrir að vera með brjóst yfir meðallagi og fengu óskipta athygli sænskra karlmanna sem hópuðust í kringum þær eins og mý á mykjuskán ;) Sumir vildu káfa en fengu ekki. * Héldum að við værum hundeltar af lífvörðum kóngafólksins því þeir eltu okkur sem var pínu óþægilegt en þá voru bara vaktaskipti og við gengum akkúrat leiðina sem þeir gengu ;) * sumir komust að því eftir að hafa lesið sms í síma sænsks stráks að Puss þýðir ekki það sama á ensku og sænsku, puss þýðir koss á sænsku ;) * Það eru til Penispumper í Sweeden
........og svo miklu miklu meira ;) Ég er allavegana aaaafar sátt :) Setti með mynd af Steve Harris fyrir þá sem ekki þekkja kauða, hann er flottur mar!!! Er það ekki Berglind?? :) múhahaha
En merkilegast af öllu er að Hrönn búbbía og Haddi eignuðust litla rallýstelpu þegar við vorum úti og við skáluðum fyrir því á írskum pöbb ;) Innilega til hamingju með litlu músina!!!! :)
Takk fyrir frábæra ferð skvísur ;) hlakka til að fara í spaferðina til Ungverjalands ;) hehehe Imba Fox | 11:37 f.h. |
Too hot to handle, drop dead gorgeous, incredibly handsome, amazingly stunning, unbelievably beautiful, absolutely fabulous, extremly fantastic, damn cute and soooooo dreamy og nei ég er ekki að tala um sjálfa mig!
Af hverju eru til svona menn sem eru svo yfirþyrmilega gullfallegir að það er í raun kvöl og pína að horfa á þá? Úff...... not fair..... NOT FAIR!!!!
P.S. Hvaða fífl og fávitar kusu Árna Johnsen??? Hellúúú?? Imba Fox | 9:27 f.h. |
Ég eeeeelska þann sem fann upp Ipodinn!!! Ég elska Ipodinn minn svo mikið að við erum orðin eitt. Við förum saman á rúntinn, í vinnuna, í göngutúra, í ræktina, í rúmið og bara name it.... Það jafnast ekkert á við það að geta útilokað sig frá öllu, skellt á ljúfum -, stuð- eða rokktónum og fara eitthvað allt annað og gleyma stað og stund. Eitt er víst að ég myndi ekki höndla það að fara út að labba eða í ræktina án þess að taka þetta yndi með mér. Tíminn líður svo hratt að áður en maður veit er maður búinn að vara á hlaupabrettinu í hálftíma ;) Yyyyyndislegt!
Hey, eitt enn með gymmið...... það er líka skemmtilegt út af fyrir sig að horfa á ræktarhlunkana og kætast innra með sér þegar þeir hópast nokkrir saman í kringum eitt tæki, allir í hlýralausum bolum og með voða belti svo þeir drepi sig ekki í bakinu, æjandi og óandi og blásandi úr nös og guð má vita öðrum stöðum eins og risastórir blöðruselir þegar þeir svo keppast við að lyfta lóðunum. Svo ganga þeir um eins og biðskyldumerki með tannstönglalappir, alveg ógisslega sterkir ;) hehe Mér finnst þetta alveg óstjórnlega fyndið. Svo eru líka töffararnir sem halda sig sem næst speglinum og horfa á sig með aðdáunaraugum og eins og einn í gærkvöldi, alltaf að laga massíva gullhálsmenið sitt og ég beið bara eftir að hann kyssti biceppana ;) hehehe Segið svo að það sé ekki gaman í ræktinni??? :) Imba Fox | 3:35 e.h. |
Sá þetta á síðunni hjá my friend Huldu Kötu ;) Ég segi það sama og hún, loksins skilur maður hvernig allt þetta virkar ;) Tékk it át...
Útskýring á markaðssetningu
Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir, "Ég er frábær í rúminu."Þetta er bein markaðssetning.
Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir, "hún er frábær í rúminu." Þetta er auglýsing.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir, "Hæ, ég er frábær í rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum, réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."Þetta eru almannatengsl.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."Þetta er þekkt vörumerki.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er tækniaðstoð.
Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, "Ég er frábær í rúminu."Þetta er ruslpóstur. Imba Fox | 4:09 e.h. |
Ég, ásamt Freydísi ofurskutlu, er komin í hóp gamalmenna sem fara í sund eldsnemma á morgnana ;) Haldiði að sé munur? ;) hehe Það er nú svolítill tími síðan ég byrjaði á þessu og sem fyrrverandi sunddrottningu finnst mér þetta náttúrulega bara snilld. En vá hvað maður er fljótur að tapa gömlu góðu töktunum þegar maður þjálfar þá ekki reglulega..... þegar ég byrjaði þá voru gömlu konurnar að taka framúr mér, ég meina halló??? Ég vann meira að segja bikara fyrir 1.sæti! hehe En núna skýt ég blessuðu tjéllingunum ref fyrir rass, nema þeim sem eru með froskalappirnar.... hver myndi svo sem vinna sundkeppni við frosk?
En eins og ég segi, þetta er rosalega gaman ;) mæli hiklaust með því að vakna kl 6:30 og skella sig í spandexið, moldvörpusundhettuna og nördasundgleraugun og synda sem aldrei fyrr!!! Imba Fox | 3:32 e.h. |