~ Imba Fox ~

 

The FOX Fox






































































Things


This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com



eXTReMe Tracker


25. maí 2006
Viðburðarríkur dagur....

Já það má með sanni segja að dagurinn í gær hafi tekið óvænta stefnu þegar leið á kvöldið en eitt er víst... aldrei að fara þreyttur út úr húsi því þá geta tilfinningarnar borið mann ofurliði.

Dagurinn í gær hófst með því að ég drattaðist á lappir um 8:00, eftir tæpalega 2ja tíma svefn þar sem ég var á næturvakt, til að mæta á námskeið í "dangerous goods" á vegum vinnunnar sem endaði með prófi sem ég rumpaði af einn tveir og snell. Þegar þessu lauk á hádegi tók ég mig til fyrir útskrift systur minnar sem var að klára stúdentinn frá FB og þessi 2ja tíma athöfn var alveg þess virði að horfa á stóru systur ná loksins einum áfanganum enn í lífinu. Hún var svo flott að það var eins og að hún svifi á skýi þegar hún tók við einkunnunum og svo óvæntum verðlaunum fyrir góðan áragnur í fjölmiðlafræði - fjórar 9ur og ein 10a :) Er stolt af þessari elsku :)

Þessu næst dríf ég mig heim til Kef í snatri til að reyna að lúlla smá fyrir partý kvöldsins en Berglind Harpa og Reynir voru sem sagt að halda uppá afmælin sín saman með pomp og pragt. Ég næ lítið að lúlla og fer því af stað frekar úldin af stað í bæinn en hugsa bara - "Æi ég verð þá bara fyrr hífaðri!" hehe En í stuttu máli sagt þá endaði þetta afmæli með brúðkaupi Beggu og Reynis og þar sem ég er alltaf svo mikill kjúklingur í brúðkaupum þá kom þetta mér svo á óvart að ég byrjaði að tárast eins og helvítis kelling... grenjaði meira en allir í brúðkaupinu.... oj ömurleg.... Það hjálpaði heldur ekki að Berglind var svo ótrúlega falleg og sæt og yndislega krúttleg, Stefán Hilmars söng uppáhalds lögin þeirra Reynis eins og engill og þau voru svo sæt svona ástfangin og gátu varla haft augun af hvoru örðu! Þetta var bara rosalega fallegt allt saman..... (þið sem eruð að fatta væmnu Imbuna núna.... æi ég nenni ekki að fara út í það - ég er með minnsta hjarta í heimi)

En þá er það mesta sjokkið. Haldiði að ég hafi ekki verið eina vinkonan í hópnum sem ekki vissi af þessari athöfn!!! Allar hinar vissu þetta og hvers vegna... jú jú einungis vegna þess að þær ætluðu ekki að sýna sóma sinn í að mæta í "afmælið" og auðvitað urðu þær að mæta því þetta var brúðkaup þannig að þeim var mútað, sagt frá leyndóinu svo þær myndu mæta. Ég var eina hreindýrið sem ætlaði svo pottþétt að mæta, enda svo fyrir löngu búið að plana "afmælið". Hefði verið réttast að ég vissi af þessu en ekki þær. Ok þetta átti sem sagt að vera leyndó en fyrst allar hinar vissu hvaða máli skipti það að ein vissi í viðbót?

En ég er svo græn og fattlaus að til að ég myndi ekki fatta allt plottið, sem ég var by the way næstum því búin að komast að, þá lét ég ljúga því að mér að önnur vinkona mín væri ólétt og ég alveg í skýjunum yfir því og óska henni til hamingju og ég veit ekki hvað og hvað..... finnst ykkur þetta ekki fallega gert? ....... æi ég var allavegana ekki sátt. En lét það ekki skemma fyrir mér og skemmti mér vel enda góður dagur, yndisleg brúðhjón og ég veit ekki hvað og hvað.

En þrátt fyrir allt saman þá var ég eins og fjandans kelling við athöfnina og eitthvað eftir það, drulluþreytt, sjokkeruð, glöð, fúl, dolfallin og svikin út af ljótri óléttulygi!...... segið mér eitt.... hvernig mynduð þið bregðast við.... örugglega alveg eins og ég...

En eins og ég segi, viðbruðarríkur dagur........ púff mér finnst eins og ég sé mér hausinn ofan í sandi.... satt að segja þá finnst mér það versta tilfinning í heimi að líta út fyrir að vera eitthvað stupid og koma af fjöllum og allt í þá áttina. Þannig að bara svona til upplýsinga.... ekki ljúga.... því af fenginni reynslu frá því að ég var lítill krakki þá leiðir ein lygi af sér aðra lygi og á endanum er maður kominn í dýpsta skít í heimi og með fólk sem snýr bakinu í mann. Sannleikurinn er, mun og verður alltaf sagna bestur - sama hversu bitur hann er. Því miður þurftu sumir að komast að því við þennan annars stórkostlega atburð sem ég var viðstödd í gær.

Ég ætti kannski að íhuga að verða prestur fyrst ég þykist vera svona heilög ;)

Góða helgi :)

Imba Fox | 5:05 e.h.
23. maí 2006
Soooo bjúúútífúl.....

Imba Fox | 7:55 e.h.
20. maí 2006

Jó...

Í fyrsta lagi þá var ég mega pirruð að Chris datt út í American Idol í síðustu viku. Hann átti að vinna... flottur rokkari sem söng líka róleg lög rosalega vel. Ég fékk literally goosebumps þegar hann söng eitt af mínum all time favorites "What a wonderful world" og ef einhver veit hvar ég get nálgast útgáfuna af því lagi með honum, then please let me know.

Langar obboðslega mikið til að sjá "The Da Vinci Code" - fer á hana í bíó á næstunni :) En skil ekki hvers vegna Ron Howard valdi þá bók til að gera kvikmynd úr vegna þess að ég er að klára "Angels & Demons" og hún er svo miklu meira spennandi heldur en sú fyrrnefnda. Ég gat varla lagt "The Da Vinci Code" frá mér þegar ég las hana en ég sef með "Angels & Demons" uppí hjá mér :) Dan Brown er ótrúlegur.... Svo tek ég nú alveg undir það sem Ian McKellen sagði við sýningu myndarinnar í Cannes, fólk sem þykist eitthvað voða trúað er núna að mótmæla að myndin skuli yfir höfuð sýnd og bla bla bla.... hvar var þetta fólk þegar bókin var gefin út.... það er í raun að gefa í skyn að fólk sem fer í bíó er heilalausara en það sem les..... fokking hálvitar... oh ég þoli ekki svona múgæsingsheimskufólk.

Anyways, var eitthvað utan við mig um í gær. Fór í 10/11 og lagði bílnum hinum megin við götuna. Sá pínu eftir því vegna þess að ég þoli ekki að bíða eftir því að láta einhvern bíl stoppa fyrir mér og hleypa mér yfir, sérstaklega þegar rúnturinn í Keflavík liggur akkúrat þarna framhjá. En allavegana þegar ég er búin að versla þá stend ég fyrir utan og bíð eftir að einhver stoppi. Svo hleyp ég yfir þegar raðirnar með fullt af unglingum með bólur stoppa og hleypa gömlu beyglunni yfir og er að drífa mig svo mikið að ég ýtti á lykilinn til að opna bílinn og stekk inn í næsta bláa Yaris..... jú jú ég held að þið vitið hvert ég er að fara. Finn svo að sætið var eitthvað harðara en í Kisa mínum, innréttingin allt öðruvísi á litinn og viðbjóðsleg reykingarstækja inni í bílnum. Ég læddist aftur út úr bílnum og reyndi að láta lítið fyrir mér fara og hendist inn í minn bíl sem var aðeins aftar :) múhahaha Af hverju læsir fólk ekki bílunum sínum????? Ég læsi honum alltaf.... þó að ég standi við hliðina á honum... en þetta var "skemmtilegt".

En þá er það bara áfram Finnar í Eurovivion....... mætti annars halda að það hafi verið skylda að vera í hvítu í ár.... það var þó gaman að sjá Silvíu okkar í svona flottu dressi og hún hleypti nú reyndar lífi í þessa keppni sem verður hallærislegri með hverju árinu sem líður. Austantjaldslögin fá alltaf fullt af atkvæðum þrátt fyrir lög frá helvíti. Fokkings pólitík alls staðar. Svo má alls ekki segja "fuck" en dansararnir mega klæða sig eins og stripparar í g-streng og í svo flegnu að annað hvort sést upp í heila eða bara boobsin pompa út um allar trissur....hnuss..

Já svona er þetta orðið, Þorgerður vinkona mín er í Thailandi núna og tjáði okkur það að samkvæmt einhverri könnum þá nota 95% thailenskra karlmanna vændiskonur að staðaldri... sorglegt... sé fyrir mér ungar stelpur þurfa að sofa hjá ógeðslegum feitum og ljótum sveittum tippalingum bara til að eiga fyrir nauðsynjum..... oj!

En að öðru.... djöfull er til alltof mikið af sætum mönnum.... eða er þetta bara sumarið og þeir eru farnir að fækka fötum :) múhahaha "How are you doin´?"

Imba Fox | 7:05 e.h.
12. maí 2006
Múhahaha... ;)







- Þið hringið þá bara í mig ef þið viljið eðalþjónustu ;) -

Hvert er
ykkar?


Imba Fox | 9:45 f.h.
8. maí 2006
Sad News

With all the sadness and trauma going on in the world at the moment, it is worth reflecting on the death of a very important person, which almost went unnoticed last week.
Larry LaPrise, the man that wrote "The Hokey Pokey" died peacefully at the age of 93. The most traumatic part for his family was getting him into the coffin. They put his left leg in. And then the trouble started.

Shut up, you know it's funny :) hehehe

Imba Fox | 6:37 e.h.
7. maí 2006
Jiiiii hvað veðrið er alltof gott.... búin að liggja úti eins og skata dauðans og Agnes leikur sér bara hjá manni, kemur öðru hverju með "kakó" sem samanstendur af steinum og mosa ;) hehe.... krútt :) Eeeelska það að það sé komið sumar!!! Fer í ennþá meiri hita í lok júní. Var að tala við franska vin minn á skype (sem er by the way fokking snilld!! Sat bara með tölvuna fyrir framan mig og talaði við hann Nico minn eins og hann væri fyrir framan mig and all for free!!!!) Allavegana, hann sagði mér að aðalatriðið væri að koma með góðan sólaráburð!!! Þegar ég fór heim í lok maí í fyrra þá var nógu mikil steik þannig að júní-júlí er örugglega "human BBQ"!!! Held að eitt af því fyrsta sem ég geri er að fara niður á strönd, þó að við ströndin eigum í svona "bitter-sweet" sambandi þar sem mér tókst að "missa" bæði símann minn og myndavélina í sjóinn í einhverjum teitunum!!! hehehe Svo ætla ég að kaupa mér túnfisklangloku í litla samlokubásnum við höfnina og svo fá mér göngutúr um gamla bæinn!! Ahhh hlakka svo tiiiil!!!

Annars er ég að mana mig í það þessa dagana að drullast út og læra á fínu línuskautana mína!!! Hef ekki alveg lagt í þá eftir að ég flaug upp í loft og beint á rassinn hérna um árið sem varð til þess að ég labbaði eins og ljósastaur í 3 vikur! Gat hvorki sest niður né staðið upp nema halda mér í eitthvað hehehe gamla beygla!!! Svo sér maður alla þessa litlu krakkaskratta þjóta um eins og eldibrandar um allan bæ algerlega "fearless" - djös pakk!!! Ég get - ég ætla- ég skal!!!! Hnuss!!!

Og annað, djöfull mega þessar kosningar fara að verða búnar! Fæ alveg klígju af öllum þessum rassasleikjandi, brúnnefjasniffandi og falskhælandi stjórnmálamönnum. Ok ef þetta væri bara á sínum kosningastofum þá kannski væri þetta gúddí en þegar þetta er farið að pota sér inn á vinnustaðinn hjá manni, otandi að manni pennum og blaðasneplum með myndum af sjálfum sér með svoleiðis sólheimaglottsbrosin og "ég lofa að gera hitt og þetta" svipinn - then it is personal! ;) hehe

Well.....sól sól skín á miiiig trallarallaraaaaaaaaa....sjúddídúddídúúúú....

Imba Fox | 3:43 e.h.
4. maí 2006



Músin mín er 3ja ára í dag :) Til hamingju sæta krútt :)

Imba Fox | 11:41 f.h.
3. maí 2006
Einhver nördinn hefur fattað það að á morgun er dálítið merkilegur dagur!
Þannig er mál með vexti að á morgun klukkan 01:02 og 03 sekúndum meira kemur út skemmtileg búskú sem sagt: 01:02:03 þann 04/05/06...... skondið ha? :)

p.s. búskú er nýyrði hjá mér sem þýðir í raun það sama og "thingy" :)

Imba Fox | 4:13 e.h.



efst á síðu

 

c",)