The Fox Things 28. des. 2005 Chillin....Jiminn eini hvað maður er nú búinn að hafa það gott! Þetta ætti að vera bannað...... eða kannski ætti maður að hafa það svona gott oftar? Þvílíkt og annað eins chill. Búin að vera yndisleg jól hjá litlu fjölskyldunni á Hraunsveginum. Agnes litli engillinn minn var hjá okkur og vá hvað jólin verða skemmtilegri þegar maður er með börn í kringum sig. Hún er bara 2 og hálfs og henni nægði einn pakki en fannst samt rosa gaman að hjálpa okkur hinum að opna. Afa var nú ekki orðið sama á jóladag þegar hún var að leika sér með öll hljóðfærin sem hún fékk frá Imbu frænku og eldavélina með steikingarhljóðunum frá Kristjáni :) Fékk ekki að hlusta á fréttirnar í friði múhahahaEn langaði að deila með ykkur ráðum sem ég sá í Spádómabókinni sem ég gaf múttu göldróttu í jólagjöf :) Við systurnar veltumst af hlátri þegar lesið var upphátt úr henni allir gömlu siðirnir og hjátrúin í gamla daga. Vonandi kemur þetta að góðu gagni á Gamlársdag* Fyrst er það spegilspáin en sagt er að ef horft er í spegil í koldimmu herbergi á Gamlárskvöld að eftir dágóða stund birtist mynd af tilvonandi maka. En athugið þið verðið að vera ein og enginn má vita af þessum gjörning ;)* Sagt er að séu menn í nýjum nærfötum um áramót veit það á gott kynlíf næsta árið! Svo var fleira sem ekki var endilega tengt Gamlárskvöldi:* Karlmenn sem óvart fara hvor í annars buxur munu keppa um sömu konuna (hversu oft ætli þetta gerist? hehehe)* Klæi menn í rasskinnina vill einhver mægjast við mann (verða mágur eða mágkona manns múhahaha djös rugl)* Og að lokum, það fer eftir því hvaða dag þið eruð fædd hversu heppin þið eruð í lífinu:Mánudagsbörn verða fríðleiksfólk, Þriðjudagsbörn verða skapgóð, Miðvikudagsbörn verða fyrir mótlæti, Fimmtudagsbörn fá margt að sjá og reyna, Föstudagsbörn njóta ástar og hamingju, Laugardagsbörn sækir sorgin heim og Sunnudagsbörn verða langlíf og skortir aldrei fé. Fyndið að á mínu heimili eru allir fæddir á sunnudegi nema mamma sem er fædd á laugardegi. Ef þið viljið vita hvaða dag þið eruð fædd, setið inn komment með fæðingardegi og ári og ég skal segja ykkur :)Já þetta er skondinn skítur! Hey pæliði í því, við á heimilinu fengum 5 geisladiska með Garðari Cortes í jólagjöf. Ég og Kristján fengum frá Icelandair og svo fékk pabbi tvo og ég einn í viðbót ;) hehehe No wonder að maðurinn er að selja! Held að ég skipti mínum auka í diskinn með Mugison, djöfull er maðurinn með rosalega sexý rödd!!! Maður bara........ jú nó.... og hann er ekki ljótur heldur. Reyndar eru alltof mikið af sætum karlmönnum til í þessum heimi, var að horfa á Sex and the city í gær og þeir sem vita hver Eddie Cahill er......... hann má sko geyma inniskóna sína undir mínu rúmi hvenær sem er! hehe Sömu sögu má segja með söngvarann úr Travis, var búin að gleyma hvað það er góð hljómsveit! Og hafa brjóstin á Mariah Carey stækkað eða eru þau bara í vitlausum hlutföllum við restina af líkamann á henni??? Tjahh ég á bara ekki eitt einasta orð heheWell anyways, ætla að reyna að biðja flottasta strák á Íslandi að koma með mér á "A little trip to heaven" .....Later people :* P.S. Djöfull er Foxinn flott með Foxinn mar! Svo gáfu Amy og Jessie mér kodda á rúmið í rebbastíl ;) bara flott! Imba Fox | 3:13 e.h. | Comments 24. des. 2005 Gleðileg jól elsku vinir og kunningjar, nær og fjær :) Takk fyrir frábærar samverustundir á árinu sem eru að líða! Knús og kossar til ykkar allra! :)Merry Christmas all my friends all over the world! ;) Thanks so so so much for all the great times we had this year :) Beaucoup de bisous :*Joyeux Noel et une nouvelle année heureuse!Frohe Weihnachten und ein gluckliches Neues Jahr!Feliz Navidad y una Feliz Ano Nuevo! Imba Fox | 3:12 e.h. | Comments 23. des. 2005 Jólaandinn :) Haldiði að ég hafi ekki bara fengið jólaandann yfir mig allt í einu í gær! Var að keyra heim eftir vel heppnaðan saumó með gellunum mínum úr MR - sem var by the way ótrúlega gaman. Þær mættu allar og er það sjaldgæft því þær eru meira og minna allar í masters- og doktorsnámi erlendis og ekki sjálfsagt að koma heim vegna hinna ýmsu prófa og verkefna. En allaveganna, var að keyra Brautina heim og var þá litið á ótrúlega stjörnubjartan himininn, hef aldrei séð annað eins. Ákvað því að keyra út af hjá Hvassahrauninu (eitt af þessu fínu hringtorgum sem búin voru til á sl. ári) og lagði bílnum og fór út í myrkrið. Langaði mest að leggjast í snjóinn í hrauninu og hefði örugglega gert það ef ég hefði ekki verið í pilsi og fíneríi :) Stóð svo í góðar tíu mínútur og glápti eins og lítill krakki að sjá skreytt jólatré í fyrsta skipti. Stjörnurnar voru svo ótrúlega bjartar og margar og ekki var það nú verra að sjá tunglið sem var svo lágt á lofti :) Ekki skemmdi það fyrir að eftir nokkrar mínútur sá ég stjörnuhrap og auðvitað óskaði ég mér eins og á að gera þegar slíkt gerist! Vona að óskin rætist Fyndið hvað maður er í raun lítill í þessum stóra heimi.... hver veit nema geimverurnar séu að halda páska núna ;) hehehe djók trúi ekki á geimverur! En maður fer fer að hugsa (já það kemur fyrir að ég geri það ;) ) rosalega er ég heppin! Ég hef allt sem ég þarf og á alla mína að! Veit ekki hvar ég væri án fjölskyldunnar minnar! Fæ líka mega pirring þegar ég sé auglýsingarnar í sjónvarpinu "Gefðu flugferð/flatskjá/bíl í jólagjöf" Hvað er að? En allavegana, ég ætla bara að chilla með famelíunni þessi jól hugsa vel til þeirra sem eiga bágt. Ég þarf allavegana ekki flatskjá svo að jólin mín komi..... stjörnurnar voru nóg og bara það að vera með þeim sem ég elska Vona að þið séuð komin í jólaskap :)Ykkar Fox í væmnisskapi Imba Fox | 6:23 f.h. | Comments 20. des. 2005 Jóla Köben Við mæðgurnar höfðum það eiginlega of gott um helgina saman í Köben þó að það hefði verið ógeðslega kalt! Fyrsta skipti sem við förum saman út síðan 1987 og þá var ég bara 8 ára pæliði í því ;) Rétt sluppum með báðar leiðir, ég sat í "cock pittinu" á leiðinni út með Linda flugstjóra (segir allt sem segja þarf fyrir þá sem þekkja ;) ) en leiðin heim var án efa VERSTA flugferð í heimi!!! Vælandi krakki fyrir aftan mig, kall með bilað sæti fyrir framan mig og Danadrullur sem töluðu aaaaalla leiðina heim við hliðina á mér og ég föst úti við gluggann. Stoppuðu ekki einu sinni þegar þeir borðuðu! Var að því komin að hengja mig og var búin að binda hnút á snúruna en sem betur fer tíndist fólkið út úr vélinni þannig að ég andaði með nefinu og vonaði, Dananna vegna, að ég myndi ekki hitta þá á götunni hér á Íslandi því þá myndi þeir ekki tala eins mikið á leiðinni heim!En hér koma punktar úr ferðinni:* Servisair fær eitt humongus prump fyrir skítaþjónustu!!! Skil ekki ennþá hvernig þeim tókst að týna töskunni hennar mömmu þegar þetta var aðeins einn leggur KEF-CPH! Hálvitar! Í öðru lagi fyrir að vera í klukkutíma að innrita 10 farþega! Hvað er að? Það hefði sko löngu verið búið að bíta af manni hausinn hér í Kef ef að maður væri svona lengi! En við fengum töskuna daginn eftir, ég var líka búin að flirta svo mikið við hann Niels "tapað-fundið gaur" sem var alls ekkert svo ljótur, að ég býst alveg við því að hann hringi í mér og bjóði mér í dinner ;) hehe * Flugum heim á J-inu sem var komið með nýja enda á vængina sína, ýkt fínt!* Fórum í Tivoli og við Olga í rússíbanann, ó mæ god hvað það var gaman!!!!* Versluðum meira en við ætluðum! Ótrúlega fínt allt þarna úti og ég fékk mér 4 skópör ;) hehehe Svo var mamma svo góð að kaupa fyrir mig refinn sem mig langaði svo í í jólagjöf í fyrra! Fæ hann í jólagjöf núna :) Kominn tími til að Imba Fox fengi sér Fox ;) hehe Hann er með andlit, lappir og aaallt!* Hvert sem við fórum út að borða þá var það alltaf ýkt gott og ódýrt! Solleis á það að vera! Hlakka mikið til að fara aftur með gellunum mínum út síðar, enda skemmtum við okkur alltaf vel sama hvar við erum! Og i den næste gang skal må vi har et bamsekort! Det et meget vigtigt i Danmark!Hugsiði ykkur að einn svona þurfti að deyja svo að ég fengi það sem ég vildi! Greyið litli rebbi!Later, yours Foxy Imba Fox | 8:22 f.h. | Comments 16. des. 2005 Svooooo fyndið! Við Jana og Anna María hlæjum alltaf jafn mikið þegar við sjáum þennan link. Vorum að rifja þetta upp um daginn og ég veit ekki hvert við ætluðum! Munið bara að hafa hljóðið á www.somethingawful.com/images/mspaint.swf Annars er ég farin til Köben, see ya! Imba Fox | 12:27 e.h. | Comments 15. des. 2005 Hehehe það var svo gaman í vinnunni í morgun, misstum okkur aðeins með ljósritunarvélina og klesstum andlitunum og ljósrituðum okkar fríðu fés sem urðu svo ekkert voðalega fríð! Hlógum svo eins og bavíanar! Teddý var langflottust, sú kann að gretta sig á ljósritunarvél! Vildi að ég gæti sett myndirnar hérna inn - ein myndin var svo fyndin að ég "literally" missti máttinn í hnjánum og datt næstum því í gólfið! Hló svo eins og hross eins og mér einni er lagið! hehehehe SNILLD! Hvet ykkur öll hér með til að prófa..... það er svo gaman að hlæja sig máttlausan! Imba Fox | 9:50 f.h. | Comments 14. des. 2005 Er hann sá sem þú hefur leitað að allt þitt líf? Er hún gyðjan sem er að bíða eftir þér? Hérna getur þú reiknað út hina einu sönnu ástarprósentu! Ég prófaði þrjá sæta stráka sem mér finnst "steaming hot" þessa dagana og svei mér þá ef ég ætla ekki bara að reyna mest við þann sem að fékk hæstu prósentuna! hehehe Tjékkið á þessu, svoldið skemmtilegt! Imba Fox | 5:18 e.h. | Comments 11. des. 2005 Ó mæ gosh hvað Unnur Birna var flott í gær (og reyndar alltaf) fékk bara goosebumps þegar úrstlitin voru tilkynnt Svo er ég líka bara eitthvað svo glöð þessa dagana, styttist í Köben og svo jólin og svona! Hvernig er annars annað hægt en að vera glaður þegar ég er ég? Svo fegin að hafa ekki fæðst sem einn af þessum! So sad.... Imba Fox | 10:36 f.h. | Comments 9. des. 2005 *Snökt* *snökt* Fór í 18 bíó með Amy í gær á myndina "Just like Heaven" og stóð sjálfa mig að því að missa eilítil tár í lok myndarinnar (kommon ég er ekkert búin að eyðileggja fyrir ykkur sem ekki eruð búin að sjá hana, maður grenjar yfir öllum rómantískum gamanmyndum!) Ekki erfitt heldur vegna þess að Reese Witherspoon er ein af mínum uppáhaldsleikkonum. Þurfti að fara alla leið til San Francisco til að finna "Sweet home Alabama" með henni og Josh Lucas ! hehe sem er sko my favorite from hell! Þetta er svona eins og þegar Múfasa deyr í "Lion King", mar fer alltaf að væla og það sama er með atriðin í "Sweet home Alabama", maður fær svona nett illt í hjartað en samt svona gott/vont..... :) en samt gott! Æi þið fattið mig er haggi? Annars sáum við Anna krakka í Kringlunni í gær og Anna sagði: "Þessi krakki er svona sætur/ljótur!" sem við betri skoðun var bara alveg satt hjá henni! Ég meina það geta ekki allir krakkar verið sætir! Og þessi krakki var dúlla, en samt ljótur! hehehe oj hvað mar er vondur :) Djöfull á ég samt eftir að eiga falleg börn! Það er að segja ef þau erfa bjútíið frá mér! :) HEY og ég skemmti mér konunglega í morgun, það er nebbla svona "kynnist hinum deildunum" í vinnunni og fór ég út á hlað með Roberts og mikið var gaman! Fékk að kíkja í lestarnar á flugvélunum og ó mæ god hvað þetta er lítið pláss fyrir töskurnar! No wonder að það þarf að segja fólki aðeins að tjilla þegar það þykist ætla að fara með 15 töskur með sér í flug! Svo þóttist ég vera köttur og fór í hólfið sem dýr eru sett í, ekkert voðalega komfó en samt, held að kettinum sé drullusama! En eins og ég segi, við Roberts skemmtum okkur svo vel! Fórum á rúntinn um hlaðið með Verkstjóranum og þóttumst gera eitthvað gagn. Fundum reyndar upp Hálandaleikana í Hlaðdeildinni - æi nenni ekki að útskýra leikreglur, það er líka bara fyndið fyrir þá sem vita eitthvað um hvað þetta snýst :) eeeeeeennn.... mér finnst kallarnir í hlaðdeildinni töfförs að fara út að hlaða í hvaða veðri sem er! Þeir fá eitt klapp á bossann :) Jæja best að drulla sér í ræktina.... ég er að kafna úr massastælum Imba Fox | 4:46 e.h. | Comments 6. des. 2005 Kef City Airport Framkvæmdirnar í flugstöðinni hafa núna staðið yfir í rúman mánuð (náttla meira ef nýju skrifstofurnar eru taldar með) og eru svei mér þá farnar að fara pínu mikið í mínar taugar! Það er gjörsamlega búið að rústa öllu og maður veit ekkert í sinn litla haus lengur! Kannski pínu ýkt en samt..... alltaf verið að breyta gömlum og góðum leiðum og færa þetta og hitt að maður snýst í hringi. Átti að vera á þjónustuborði í gær og þegar ég kom þangað þá var það bara farið..... fann það samt á endanum í nýju byggingunni og þar sat ég aaalein vegna þess að hvernig í ósköpunum eiga farþegarnir að finna þetta fyrst ég rétt svo fann það? hehe En allavegana, hlakka samt til að sjá hvernig þetta verður, örugglega mjög kúl og að mér skilst þá á að koma svoa stór tímatafla eins og er alls staðar erlends með komum og brottförum. Ég segi nú bara "það var mikið" við því! Klappklappklapp Æi bla djös röfl er þetta annars í manni..... Imba Fox | 1:58 e.h. | Comments 5. des. 2005 Dreams can come true.....Sofnaði á milli stubba í vinnunni í rétt klukkutíma og dreymdi að ég væri komin til sunny Spánar í svaka fíling! Ó mæ gooood hvað þetta var bara nice! Vaknaði svo við vekjarann og fannst eins og ég hafi verið á Spáni í 2 vikur! Vantaði bara brúnkuna.... hehehe Lovin it man! Imba Fox | 4:59 e.h. | Comments Djös rugl helgi..... Ég hef aldrei vitað annað eins! Ég er þegar búin að kjósa hetju helgarinnar, frk Amy J Johnson sem skemmti gestum og gangandi af stakri prýði! Anna, takk fyrir að bjarga helginni og þetta mun seint gleymast! En fyrir þá sem ekki vita þá voru tvær jólabollur um helgina, Icelandair bollan á föstudeginum og IGS á laugardeginum. Báðar vel heppnaðar en heldur aðeins minna drukkið á laugardeginum. Það var kannski ágætt því að skemmtiatriðin það kvöld var starfsfólkið sjálft, fólk gjörsamlega missti sig í karokee græjunum sem er alltaf skemmtilegt að horfa á. Misfalskt og misfullt! Sérstaklega að horfa á tjéllingarnar sem vinna með mér sem eru venjulega voða settlegar og sætar, nei nei þær voru farnar að ýta fólki af dansgólfinu, drekkandi úr kertastjökunum, skammandi fulla kalla og ég veit ekki hvað! Ég náttla gat ekki heldur setið á mér og tók ásamt Freddy "It´s now or never!" með Elvis! Where there is a microphone - there is an Imbs! Svo var bara tekið tjillið á þetta á sunnudeginum og bakað með Amy og Jessie og massatröllin Emil og Arnar grilluðu þetta líka fína læri. Reyndar var piparkökunum þrumað beinustu leið í tunnuna - ekki vegna þess að við erum slæmir bakarar, ég kenni uppskriftinni frá Frón algjörlega um þetta allt saman! :) hehehe Jólaskapið er að koma smátt og smátt..... finnst samt vanta meiri snjó! Langar að fara að búa til einn svona Heyrði svo þennan í gær og fannst hann fjandi góður! "Men may have invented fire, but women how to play with it!" hehehe Sex and the city klikkar sjaldan.Booring vinnuvika framundan, don´t know why, nenni bara ómögulega að vinna þessa dagana! Plö! Fáum þá ljóskubrandara svona í lokin til að skemmta öðrum ljóskum og ykkur hinum vitleysingjunum:#1 Hafið þið heyrt um ljóskurnar tvær sem fundust frosnar til bana fyrir utan bílabíóið? Þær höfðu farið á myndina "Lokað í vetur"#2 Hvers vegna er ekki óalgengt að sjá ljóskur uppi í trjám í nágrenni Háskólans? Þær eru að velja sér grein :) hohohoho GÓÐVERK DAGSINS: Gaf fuglunum brauð Imba Fox | 9:36 f.h. | Comments efst á síðu c",)
Chillin....Jiminn eini hvað maður er nú búinn að hafa það gott! Þetta ætti að vera bannað...... eða kannski ætti maður að hafa það svona gott oftar? Þvílíkt og annað eins chill. Búin að vera yndisleg jól hjá litlu fjölskyldunni á Hraunsveginum. Agnes litli engillinn minn var hjá okkur og vá hvað jólin verða skemmtilegri þegar maður er með börn í kringum sig. Hún er bara 2 og hálfs og henni nægði einn pakki en fannst samt rosa gaman að hjálpa okkur hinum að opna. Afa var nú ekki orðið sama á jóladag þegar hún var að leika sér með öll hljóðfærin sem hún fékk frá Imbu frænku og eldavélina með steikingarhljóðunum frá Kristjáni :) Fékk ekki að hlusta á fréttirnar í friði múhahahaEn langaði að deila með ykkur ráðum sem ég sá í Spádómabókinni sem ég gaf múttu göldróttu í jólagjöf :) Við systurnar veltumst af hlátri þegar lesið var upphátt úr henni allir gömlu siðirnir og hjátrúin í gamla daga. Vonandi kemur þetta að góðu gagni á Gamlársdag* Fyrst er það spegilspáin en sagt er að ef horft er í spegil í koldimmu herbergi á Gamlárskvöld að eftir dágóða stund birtist mynd af tilvonandi maka. En athugið þið verðið að vera ein og enginn má vita af þessum gjörning ;)* Sagt er að séu menn í nýjum nærfötum um áramót veit það á gott kynlíf næsta árið! Svo var fleira sem ekki var endilega tengt Gamlárskvöldi:* Karlmenn sem óvart fara hvor í annars buxur munu keppa um sömu konuna (hversu oft ætli þetta gerist? hehehe)* Klæi menn í rasskinnina vill einhver mægjast við mann (verða mágur eða mágkona manns múhahaha djös rugl)* Og að lokum, það fer eftir því hvaða dag þið eruð fædd hversu heppin þið eruð í lífinu:Mánudagsbörn verða fríðleiksfólk, Þriðjudagsbörn verða skapgóð, Miðvikudagsbörn verða fyrir mótlæti, Fimmtudagsbörn fá margt að sjá og reyna, Föstudagsbörn njóta ástar og hamingju, Laugardagsbörn sækir sorgin heim og Sunnudagsbörn verða langlíf og skortir aldrei fé. Fyndið að á mínu heimili eru allir fæddir á sunnudegi nema mamma sem er fædd á laugardegi. Ef þið viljið vita hvaða dag þið eruð fædd, setið inn komment með fæðingardegi og ári og ég skal segja ykkur :)Já þetta er skondinn skítur! Hey pæliði í því, við á heimilinu fengum 5 geisladiska með Garðari Cortes í jólagjöf. Ég og Kristján fengum frá Icelandair og svo fékk pabbi tvo og ég einn í viðbót ;) hehehe No wonder að maðurinn er að selja! Held að ég skipti mínum auka í diskinn með Mugison, djöfull er maðurinn með rosalega sexý rödd!!! Maður bara........ jú nó.... og hann er ekki ljótur heldur. Reyndar eru alltof mikið af sætum karlmönnum til í þessum heimi, var að horfa á Sex and the city í gær og þeir sem vita hver Eddie Cahill er......... hann má sko geyma inniskóna sína undir mínu rúmi hvenær sem er! hehe Sömu sögu má segja með söngvarann úr Travis, var búin að gleyma hvað það er góð hljómsveit! Og hafa brjóstin á Mariah Carey stækkað eða eru þau bara í vitlausum hlutföllum við restina af líkamann á henni??? Tjahh ég á bara ekki eitt einasta orð heheWell anyways, ætla að reyna að biðja flottasta strák á Íslandi að koma með mér á "A little trip to heaven" .....Later people :* P.S. Djöfull er Foxinn flott með Foxinn mar! Svo gáfu Amy og Jessie mér kodda á rúmið í rebbastíl ;) bara flott! Imba Fox | 3:13 e.h. | Comments
Gleðileg jól elsku vinir og kunningjar, nær og fjær :) Takk fyrir frábærar samverustundir á árinu sem eru að líða! Knús og kossar til ykkar allra! :)Merry Christmas all my friends all over the world! ;) Thanks so so so much for all the great times we had this year :) Beaucoup de bisous :*Joyeux Noel et une nouvelle année heureuse!Frohe Weihnachten und ein gluckliches Neues Jahr!Feliz Navidad y una Feliz Ano Nuevo! Imba Fox | 3:12 e.h. | Comments
Jólaandinn :) Haldiði að ég hafi ekki bara fengið jólaandann yfir mig allt í einu í gær! Var að keyra heim eftir vel heppnaðan saumó með gellunum mínum úr MR - sem var by the way ótrúlega gaman. Þær mættu allar og er það sjaldgæft því þær eru meira og minna allar í masters- og doktorsnámi erlendis og ekki sjálfsagt að koma heim vegna hinna ýmsu prófa og verkefna. En allaveganna, var að keyra Brautina heim og var þá litið á ótrúlega stjörnubjartan himininn, hef aldrei séð annað eins. Ákvað því að keyra út af hjá Hvassahrauninu (eitt af þessu fínu hringtorgum sem búin voru til á sl. ári) og lagði bílnum og fór út í myrkrið. Langaði mest að leggjast í snjóinn í hrauninu og hefði örugglega gert það ef ég hefði ekki verið í pilsi og fíneríi :) Stóð svo í góðar tíu mínútur og glápti eins og lítill krakki að sjá skreytt jólatré í fyrsta skipti. Stjörnurnar voru svo ótrúlega bjartar og margar og ekki var það nú verra að sjá tunglið sem var svo lágt á lofti :) Ekki skemmdi það fyrir að eftir nokkrar mínútur sá ég stjörnuhrap og auðvitað óskaði ég mér eins og á að gera þegar slíkt gerist! Vona að óskin rætist Fyndið hvað maður er í raun lítill í þessum stóra heimi.... hver veit nema geimverurnar séu að halda páska núna ;) hehehe djók trúi ekki á geimverur! En maður fer fer að hugsa (já það kemur fyrir að ég geri það ;) ) rosalega er ég heppin! Ég hef allt sem ég þarf og á alla mína að! Veit ekki hvar ég væri án fjölskyldunnar minnar! Fæ líka mega pirring þegar ég sé auglýsingarnar í sjónvarpinu "Gefðu flugferð/flatskjá/bíl í jólagjöf" Hvað er að? En allavegana, ég ætla bara að chilla með famelíunni þessi jól hugsa vel til þeirra sem eiga bágt. Ég þarf allavegana ekki flatskjá svo að jólin mín komi..... stjörnurnar voru nóg og bara það að vera með þeim sem ég elska Vona að þið séuð komin í jólaskap :)Ykkar Fox í væmnisskapi Imba Fox | 6:23 f.h. | Comments
Jóla Köben Við mæðgurnar höfðum það eiginlega of gott um helgina saman í Köben þó að það hefði verið ógeðslega kalt! Fyrsta skipti sem við förum saman út síðan 1987 og þá var ég bara 8 ára pæliði í því ;) Rétt sluppum með báðar leiðir, ég sat í "cock pittinu" á leiðinni út með Linda flugstjóra (segir allt sem segja þarf fyrir þá sem þekkja ;) ) en leiðin heim var án efa VERSTA flugferð í heimi!!! Vælandi krakki fyrir aftan mig, kall með bilað sæti fyrir framan mig og Danadrullur sem töluðu aaaaalla leiðina heim við hliðina á mér og ég föst úti við gluggann. Stoppuðu ekki einu sinni þegar þeir borðuðu! Var að því komin að hengja mig og var búin að binda hnút á snúruna en sem betur fer tíndist fólkið út úr vélinni þannig að ég andaði með nefinu og vonaði, Dananna vegna, að ég myndi ekki hitta þá á götunni hér á Íslandi því þá myndi þeir ekki tala eins mikið á leiðinni heim!En hér koma punktar úr ferðinni:* Servisair fær eitt humongus prump fyrir skítaþjónustu!!! Skil ekki ennþá hvernig þeim tókst að týna töskunni hennar mömmu þegar þetta var aðeins einn leggur KEF-CPH! Hálvitar! Í öðru lagi fyrir að vera í klukkutíma að innrita 10 farþega! Hvað er að? Það hefði sko löngu verið búið að bíta af manni hausinn hér í Kef ef að maður væri svona lengi! En við fengum töskuna daginn eftir, ég var líka búin að flirta svo mikið við hann Niels "tapað-fundið gaur" sem var alls ekkert svo ljótur, að ég býst alveg við því að hann hringi í mér og bjóði mér í dinner ;) hehe * Flugum heim á J-inu sem var komið með nýja enda á vængina sína, ýkt fínt!* Fórum í Tivoli og við Olga í rússíbanann, ó mæ god hvað það var gaman!!!!* Versluðum meira en við ætluðum! Ótrúlega fínt allt þarna úti og ég fékk mér 4 skópör ;) hehehe Svo var mamma svo góð að kaupa fyrir mig refinn sem mig langaði svo í í jólagjöf í fyrra! Fæ hann í jólagjöf núna :) Kominn tími til að Imba Fox fengi sér Fox ;) hehe Hann er með andlit, lappir og aaallt!* Hvert sem við fórum út að borða þá var það alltaf ýkt gott og ódýrt! Solleis á það að vera! Hlakka mikið til að fara aftur með gellunum mínum út síðar, enda skemmtum við okkur alltaf vel sama hvar við erum! Og i den næste gang skal må vi har et bamsekort! Det et meget vigtigt i Danmark!Hugsiði ykkur að einn svona þurfti að deyja svo að ég fengi það sem ég vildi! Greyið litli rebbi!Later, yours Foxy Imba Fox | 8:22 f.h. | Comments
Svooooo fyndið! Við Jana og Anna María hlæjum alltaf jafn mikið þegar við sjáum þennan link. Vorum að rifja þetta upp um daginn og ég veit ekki hvert við ætluðum! Munið bara að hafa hljóðið á www.somethingawful.com/images/mspaint.swf Annars er ég farin til Köben, see ya! Imba Fox | 12:27 e.h. | Comments
Hehehe það var svo gaman í vinnunni í morgun, misstum okkur aðeins með ljósritunarvélina og klesstum andlitunum og ljósrituðum okkar fríðu fés sem urðu svo ekkert voðalega fríð! Hlógum svo eins og bavíanar! Teddý var langflottust, sú kann að gretta sig á ljósritunarvél! Vildi að ég gæti sett myndirnar hérna inn - ein myndin var svo fyndin að ég "literally" missti máttinn í hnjánum og datt næstum því í gólfið! Hló svo eins og hross eins og mér einni er lagið! hehehehe SNILLD! Hvet ykkur öll hér með til að prófa..... það er svo gaman að hlæja sig máttlausan! Imba Fox | 9:50 f.h. | Comments
Er hann sá sem þú hefur leitað að allt þitt líf? Er hún gyðjan sem er að bíða eftir þér? Hérna getur þú reiknað út hina einu sönnu ástarprósentu! Ég prófaði þrjá sæta stráka sem mér finnst "steaming hot" þessa dagana og svei mér þá ef ég ætla ekki bara að reyna mest við þann sem að fékk hæstu prósentuna! hehehe Tjékkið á þessu, svoldið skemmtilegt! Imba Fox | 5:18 e.h. | Comments
Ó mæ gosh hvað Unnur Birna var flott í gær (og reyndar alltaf) fékk bara goosebumps þegar úrstlitin voru tilkynnt Svo er ég líka bara eitthvað svo glöð þessa dagana, styttist í Köben og svo jólin og svona! Hvernig er annars annað hægt en að vera glaður þegar ég er ég? Svo fegin að hafa ekki fæðst sem einn af þessum! So sad.... Imba Fox | 10:36 f.h. | Comments
*Snökt* *snökt* Fór í 18 bíó með Amy í gær á myndina "Just like Heaven" og stóð sjálfa mig að því að missa eilítil tár í lok myndarinnar (kommon ég er ekkert búin að eyðileggja fyrir ykkur sem ekki eruð búin að sjá hana, maður grenjar yfir öllum rómantískum gamanmyndum!) Ekki erfitt heldur vegna þess að Reese Witherspoon er ein af mínum uppáhaldsleikkonum. Þurfti að fara alla leið til San Francisco til að finna "Sweet home Alabama" með henni og Josh Lucas ! hehe sem er sko my favorite from hell! Þetta er svona eins og þegar Múfasa deyr í "Lion King", mar fer alltaf að væla og það sama er með atriðin í "Sweet home Alabama", maður fær svona nett illt í hjartað en samt svona gott/vont..... :) en samt gott! Æi þið fattið mig er haggi? Annars sáum við Anna krakka í Kringlunni í gær og Anna sagði: "Þessi krakki er svona sætur/ljótur!" sem við betri skoðun var bara alveg satt hjá henni! Ég meina það geta ekki allir krakkar verið sætir! Og þessi krakki var dúlla, en samt ljótur! hehehe oj hvað mar er vondur :) Djöfull á ég samt eftir að eiga falleg börn! Það er að segja ef þau erfa bjútíið frá mér! :) HEY og ég skemmti mér konunglega í morgun, það er nebbla svona "kynnist hinum deildunum" í vinnunni og fór ég út á hlað með Roberts og mikið var gaman! Fékk að kíkja í lestarnar á flugvélunum og ó mæ god hvað þetta er lítið pláss fyrir töskurnar! No wonder að það þarf að segja fólki aðeins að tjilla þegar það þykist ætla að fara með 15 töskur með sér í flug! Svo þóttist ég vera köttur og fór í hólfið sem dýr eru sett í, ekkert voðalega komfó en samt, held að kettinum sé drullusama! En eins og ég segi, við Roberts skemmtum okkur svo vel! Fórum á rúntinn um hlaðið með Verkstjóranum og þóttumst gera eitthvað gagn. Fundum reyndar upp Hálandaleikana í Hlaðdeildinni - æi nenni ekki að útskýra leikreglur, það er líka bara fyndið fyrir þá sem vita eitthvað um hvað þetta snýst :) eeeeeeennn.... mér finnst kallarnir í hlaðdeildinni töfförs að fara út að hlaða í hvaða veðri sem er! Þeir fá eitt klapp á bossann :) Jæja best að drulla sér í ræktina.... ég er að kafna úr massastælum Imba Fox | 4:46 e.h. | Comments
Kef City Airport Framkvæmdirnar í flugstöðinni hafa núna staðið yfir í rúman mánuð (náttla meira ef nýju skrifstofurnar eru taldar með) og eru svei mér þá farnar að fara pínu mikið í mínar taugar! Það er gjörsamlega búið að rústa öllu og maður veit ekkert í sinn litla haus lengur! Kannski pínu ýkt en samt..... alltaf verið að breyta gömlum og góðum leiðum og færa þetta og hitt að maður snýst í hringi. Átti að vera á þjónustuborði í gær og þegar ég kom þangað þá var það bara farið..... fann það samt á endanum í nýju byggingunni og þar sat ég aaalein vegna þess að hvernig í ósköpunum eiga farþegarnir að finna þetta fyrst ég rétt svo fann það? hehe En allavegana, hlakka samt til að sjá hvernig þetta verður, örugglega mjög kúl og að mér skilst þá á að koma svoa stór tímatafla eins og er alls staðar erlends með komum og brottförum. Ég segi nú bara "það var mikið" við því! Klappklappklapp Æi bla djös röfl er þetta annars í manni..... Imba Fox | 1:58 e.h. | Comments
Dreams can come true.....Sofnaði á milli stubba í vinnunni í rétt klukkutíma og dreymdi að ég væri komin til sunny Spánar í svaka fíling! Ó mæ gooood hvað þetta var bara nice! Vaknaði svo við vekjarann og fannst eins og ég hafi verið á Spáni í 2 vikur! Vantaði bara brúnkuna.... hehehe Lovin it man! Imba Fox | 4:59 e.h. | Comments
Djös rugl helgi..... Ég hef aldrei vitað annað eins! Ég er þegar búin að kjósa hetju helgarinnar, frk Amy J Johnson sem skemmti gestum og gangandi af stakri prýði! Anna, takk fyrir að bjarga helginni og þetta mun seint gleymast! En fyrir þá sem ekki vita þá voru tvær jólabollur um helgina, Icelandair bollan á föstudeginum og IGS á laugardeginum. Báðar vel heppnaðar en heldur aðeins minna drukkið á laugardeginum. Það var kannski ágætt því að skemmtiatriðin það kvöld var starfsfólkið sjálft, fólk gjörsamlega missti sig í karokee græjunum sem er alltaf skemmtilegt að horfa á. Misfalskt og misfullt! Sérstaklega að horfa á tjéllingarnar sem vinna með mér sem eru venjulega voða settlegar og sætar, nei nei þær voru farnar að ýta fólki af dansgólfinu, drekkandi úr kertastjökunum, skammandi fulla kalla og ég veit ekki hvað! Ég náttla gat ekki heldur setið á mér og tók ásamt Freddy "It´s now or never!" með Elvis! Where there is a microphone - there is an Imbs! Svo var bara tekið tjillið á þetta á sunnudeginum og bakað með Amy og Jessie og massatröllin Emil og Arnar grilluðu þetta líka fína læri. Reyndar var piparkökunum þrumað beinustu leið í tunnuna - ekki vegna þess að við erum slæmir bakarar, ég kenni uppskriftinni frá Frón algjörlega um þetta allt saman! :) hehehe Jólaskapið er að koma smátt og smátt..... finnst samt vanta meiri snjó! Langar að fara að búa til einn svona Heyrði svo þennan í gær og fannst hann fjandi góður! "Men may have invented fire, but women how to play with it!" hehehe Sex and the city klikkar sjaldan.Booring vinnuvika framundan, don´t know why, nenni bara ómögulega að vinna þessa dagana! Plö! Fáum þá ljóskubrandara svona í lokin til að skemmta öðrum ljóskum og ykkur hinum vitleysingjunum:#1 Hafið þið heyrt um ljóskurnar tvær sem fundust frosnar til bana fyrir utan bílabíóið? Þær höfðu farið á myndina "Lokað í vetur"#2 Hvers vegna er ekki óalgengt að sjá ljóskur uppi í trjám í nágrenni Háskólans? Þær eru að velja sér grein :) hohohoho GÓÐVERK DAGSINS: Gaf fuglunum brauð Imba Fox | 9:36 f.h. | Comments
efst á síðu
c",)