The Fox Things 31. okt. 2004 Eiturnöðrur!!! Það er margt í þessum heimi sem ég þoli ekki og fyrirlít. Þar á meðal er ofbeldi, líkamlegt og andlegt, kynferðisafbrotamenn, óheiðarlegt fólk og lygarar og síðast en ekki síst fólk sem leggur annað fólk í einelti, fólk sem hefur aðeins illt í huga. Þetta síðastnefnda er mér ofarlega í huga þessa dagana. Ég er aðeins 25 ára gömul en oft finnst mér ég vera mun þroskaðri en fólk í kringum mig sem er mun eldra en ég. Kannski er það vegna þess að ég er vel upp alin, hef samkennd með öðrum og trúi því að allir eru fæddir jafnir í þennan heim. Því miður er til fullt af fólki sem beitir illsku og talar illa um náungann í þeirri trú að það sé á einhvern hátt að upphefja sjálft sig! Ef ég á að segja alveg hreint út þá á þetta fólk alla mína samúð. Þvílík og önnur eins heimska!!! Hvað fær fólk til að haga sér svona? Ég er allavegana ekki vön því að umgangast svona fólk og hef gjörsamlega enga löngun til. Máltækið góða "What goes around comes around!" gildir yfirleitt þegar svona fólk á í hlut. Illur á sér ills von!!! Eins og þið sjáið hér til hliðar þá hef ég tekið linkana á vini mína út af síðunni. Þetta er aðeins gert í þeim tilgangi að vernda vini mína og fjölskyldu. Það er svo mikið til af fölsku fólki sem er uppfullt af mannvonsku, öfund og reiði!!! Þvílíkir óvitar, þvílíkar ótugtir! Hvernig væri bara að koma hreint fram??? I rest my case! Taki til sín þeir sem eiga!!!!!!! Imba Fox | 4:01 e.h. | Comments 14. okt. 2004 Hellú mæ cuties! Jæja kafrétta? Ég geri mest lítið annað en að vinna þessa dagana svo ég geti farið til Frakklands og fengið útborgað alla fjóra mánuðina ;) Er búin að vinna mér inn sumar- og vetrarfrí sem og skipti við tjéllurnar! Vona að það heppnist! Er alltaf að heyra meira og meira skemmtó um bæinn sem ég kem til með að dvelja í :) Algjör bongó blíða og yndislegt fólk og staðsetningin frábær. Ég á örugglega eftir að keyra til Mónakó, Ítalíu og ferðast eitthvað um France :) Ji ég fæ fiðring í mallakútinn þegar ég tala um þetta Svo skreppur maður auðvitað reglulega til Nice og Cannes og ef til vill kíkir maður á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí! Segja hæ við Balta sem verður sennilega með myndina sína "One little trip to heaven!" :) JE BEIBE! Ég er að vinna í umsókninni á fullu, búin að fá fæðingarvottorðið mitt á frönsku og meðmælabréf frá frönskukennaranum mínum úr menntó sem og prófskírteinið mitt á ensku. Ég hlakka svo tiiiil!!! En út í aðra sálma, ég fékk tölvusnillinginn hann Ingabjörn til að búa til heimasíðu fyrir mig þannig að ef þið ætlið að lesa bullið mitt þá farið þið bara á http://www.imbafox.com og ef þið ætlið að senda mér tölvupóst þá getið þið sent á hvaða email sem er sem endar á @imbafox.com t.d. rassgat@imbafox.com eða kukalabbi@imbafox.com eða dabbiodds@imbafox.com eða prumpukoddi@imbafox.com eða bara hvað sem er þetta kemur allt til mín :) Þannig að nú er bara að nota ímyndunaraflið og senda mér email! Talandi um prumpukodda, ég var að rifja upp atriði úr bernsku minni þegar ég mundi allt í einu eftir prumpukoddanum góða en það var kringlóttur púði sem var alltaf í stofunni heima og átti svo alls ekki sjö dagana sæla skal ég segja ykkur! Málið er að við systkinin stórfurðulegu (tökum fram að þetta var á þeim tíma sem við vorum undir 16 ára ;) ) hlupum alltaf inn í stofu þegar við þurftum að físa og stilltum alltaf koddanum upp við afturendann á okkur og prumpuðum í koddann. Já ég veit, stórklikkað lið en ég er þó viss um að við vorum ekkert öðruvísi en önnur börn (*hóst* *hóst*) ok kannski smá ;) Og svo fannst okkur alltaf jafn fyndið að hlaupa svo með hann á eftir hvoru öðru og þruma koddanum hvort í annað! Einföld mar! En þetta skemmti okkur allavegana...... Að lokum..... Ég fatta ekki hvernig Örn Árnason nennir endalaust að leika "Afa" á stöð 2. Ég meina ég man eftir kauða frá því að ég var a.m.k 10 ára!!! og það eru heil 15 ÁR síðan!!! Ég fatta heldur ekki af hverju í fjandanum karlmenn halda að þeir séu flottir með sítt hár og þá er ég að tala um þungarokkssítt!!! Mæ ó mæ! you guys! Yours Imbsí Imba Fox | 7:00 f.h. | Comments 3. okt. 2004 Ég er svo mikill prakkari!! Ég var að taka til í ruslinu mínu um daginn, safna í poka til að gefa litlum krökkum á tómbólu, föt í Rauða krossinn og solleis, nema hvað..... ég finn þarna gervikönguló sem ég átti í grunnskóla. Og þar sem ég er svo mikill prakkari þá ákvað ég að stríða saklausri móður minni og setti hana á gólfið í borðstofunni. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að brósi hafði nýverið fundið risastóra og loðna könguló með tennur og allt í vinnunni sem hafði komið með einhverri sendingu að utan og fór með hana á Náttúrugripasafnið (eða hvað sem það heitir) og kallarnir þar höfðu aldrei séð slíkt kvikindi fyrr. Ég fer svo að lúlla og svo ekki fyrr en daginn eftir þá segir mútta "Þú ert nú meira hrekkjusvínið Ingibjörg!!! Stríða svona saklausri móður þinni!" en fannst þetta líka fyndið því hún hafði þá tekið allgóðan tíma í að undirbúa dráp köngulóarinnar, var búin að ná í tvo kústa og allt tilheyrandi og tilbúin í slátrunina. Ýtti í kvikindið og sá svo að fæturnir drógust ekki saman þegar hún ýtti í hana með báðum kústunum þannig að hún taldi hana dauða.... uppgötvaði svo sér til mikillar gremju en líka skemmtunar, að þetta var bara gervikvikindi! Ji hvað ég hló þegar ég ímyndaði mér hana á náttsloppnum með tvo kústa að reyna að drepa helvítið! Svona er ég nú mikill prakkari.... hehe Imba Fox | 10:40 e.h. | Comments Fór í ammli í gær hjá henni Fjúl minni og hitti þar einstaklega skemmtilegan hóp einstaklinga sem voru flestir með mér hér á árum áður í Njarðvíkurskóla. Alltaf gaman að því og var miiiikið hlegið. Mest hló ég þó af djóki sem hann Siggi sýndi okkur. Hann tók buxnavasana "upp úr buxnavösunum" (æi þið vitið þá standa þeir út) og svo sagði hann "Viljið þið sjá minnsta fíl í heimi?" og þóttist ætla að renna niður buxnaklaufinni. Við misstum okkur úr hlátri!!! Fyrir ykkur sem eruð ekki enn búin að fatta ennþá þá áttu buxnavasarnir að tákna fílseyru og dinglumdanglið ranann ;) hehe Kannski var þetta bara svona "you had to be there" moment en mér fannst þetta allavegana fyndið..... ;) Imba Fox | 10:28 e.h. | Comments efst á síðu c",)
Eiturnöðrur!!! Það er margt í þessum heimi sem ég þoli ekki og fyrirlít. Þar á meðal er ofbeldi, líkamlegt og andlegt, kynferðisafbrotamenn, óheiðarlegt fólk og lygarar og síðast en ekki síst fólk sem leggur annað fólk í einelti, fólk sem hefur aðeins illt í huga. Þetta síðastnefnda er mér ofarlega í huga þessa dagana. Ég er aðeins 25 ára gömul en oft finnst mér ég vera mun þroskaðri en fólk í kringum mig sem er mun eldra en ég. Kannski er það vegna þess að ég er vel upp alin, hef samkennd með öðrum og trúi því að allir eru fæddir jafnir í þennan heim. Því miður er til fullt af fólki sem beitir illsku og talar illa um náungann í þeirri trú að það sé á einhvern hátt að upphefja sjálft sig! Ef ég á að segja alveg hreint út þá á þetta fólk alla mína samúð. Þvílík og önnur eins heimska!!! Hvað fær fólk til að haga sér svona? Ég er allavegana ekki vön því að umgangast svona fólk og hef gjörsamlega enga löngun til. Máltækið góða "What goes around comes around!" gildir yfirleitt þegar svona fólk á í hlut. Illur á sér ills von!!! Eins og þið sjáið hér til hliðar þá hef ég tekið linkana á vini mína út af síðunni. Þetta er aðeins gert í þeim tilgangi að vernda vini mína og fjölskyldu. Það er svo mikið til af fölsku fólki sem er uppfullt af mannvonsku, öfund og reiði!!! Þvílíkir óvitar, þvílíkar ótugtir! Hvernig væri bara að koma hreint fram??? I rest my case! Taki til sín þeir sem eiga!!!!!!! Imba Fox | 4:01 e.h. | Comments
Hellú mæ cuties! Jæja kafrétta? Ég geri mest lítið annað en að vinna þessa dagana svo ég geti farið til Frakklands og fengið útborgað alla fjóra mánuðina ;) Er búin að vinna mér inn sumar- og vetrarfrí sem og skipti við tjéllurnar! Vona að það heppnist! Er alltaf að heyra meira og meira skemmtó um bæinn sem ég kem til með að dvelja í :) Algjör bongó blíða og yndislegt fólk og staðsetningin frábær. Ég á örugglega eftir að keyra til Mónakó, Ítalíu og ferðast eitthvað um France :) Ji ég fæ fiðring í mallakútinn þegar ég tala um þetta Svo skreppur maður auðvitað reglulega til Nice og Cannes og ef til vill kíkir maður á kvikmyndahátíðina í Cannes í maí! Segja hæ við Balta sem verður sennilega með myndina sína "One little trip to heaven!" :) JE BEIBE! Ég er að vinna í umsókninni á fullu, búin að fá fæðingarvottorðið mitt á frönsku og meðmælabréf frá frönskukennaranum mínum úr menntó sem og prófskírteinið mitt á ensku. Ég hlakka svo tiiiil!!! En út í aðra sálma, ég fékk tölvusnillinginn hann Ingabjörn til að búa til heimasíðu fyrir mig þannig að ef þið ætlið að lesa bullið mitt þá farið þið bara á http://www.imbafox.com og ef þið ætlið að senda mér tölvupóst þá getið þið sent á hvaða email sem er sem endar á @imbafox.com t.d. rassgat@imbafox.com eða kukalabbi@imbafox.com eða dabbiodds@imbafox.com eða prumpukoddi@imbafox.com eða bara hvað sem er þetta kemur allt til mín :) Þannig að nú er bara að nota ímyndunaraflið og senda mér email! Talandi um prumpukodda, ég var að rifja upp atriði úr bernsku minni þegar ég mundi allt í einu eftir prumpukoddanum góða en það var kringlóttur púði sem var alltaf í stofunni heima og átti svo alls ekki sjö dagana sæla skal ég segja ykkur! Málið er að við systkinin stórfurðulegu (tökum fram að þetta var á þeim tíma sem við vorum undir 16 ára ;) ) hlupum alltaf inn í stofu þegar við þurftum að físa og stilltum alltaf koddanum upp við afturendann á okkur og prumpuðum í koddann. Já ég veit, stórklikkað lið en ég er þó viss um að við vorum ekkert öðruvísi en önnur börn (*hóst* *hóst*) ok kannski smá ;) Og svo fannst okkur alltaf jafn fyndið að hlaupa svo með hann á eftir hvoru öðru og þruma koddanum hvort í annað! Einföld mar! En þetta skemmti okkur allavegana...... Að lokum..... Ég fatta ekki hvernig Örn Árnason nennir endalaust að leika "Afa" á stöð 2. Ég meina ég man eftir kauða frá því að ég var a.m.k 10 ára!!! og það eru heil 15 ÁR síðan!!! Ég fatta heldur ekki af hverju í fjandanum karlmenn halda að þeir séu flottir með sítt hár og þá er ég að tala um þungarokkssítt!!! Mæ ó mæ! you guys! Yours Imbsí Imba Fox | 7:00 f.h. | Comments
Ég er svo mikill prakkari!! Ég var að taka til í ruslinu mínu um daginn, safna í poka til að gefa litlum krökkum á tómbólu, föt í Rauða krossinn og solleis, nema hvað..... ég finn þarna gervikönguló sem ég átti í grunnskóla. Og þar sem ég er svo mikill prakkari þá ákvað ég að stríða saklausri móður minni og setti hana á gólfið í borðstofunni. Það sem gerir þetta ennþá skemmtilegra er að brósi hafði nýverið fundið risastóra og loðna könguló með tennur og allt í vinnunni sem hafði komið með einhverri sendingu að utan og fór með hana á Náttúrugripasafnið (eða hvað sem það heitir) og kallarnir þar höfðu aldrei séð slíkt kvikindi fyrr. Ég fer svo að lúlla og svo ekki fyrr en daginn eftir þá segir mútta "Þú ert nú meira hrekkjusvínið Ingibjörg!!! Stríða svona saklausri móður þinni!" en fannst þetta líka fyndið því hún hafði þá tekið allgóðan tíma í að undirbúa dráp köngulóarinnar, var búin að ná í tvo kústa og allt tilheyrandi og tilbúin í slátrunina. Ýtti í kvikindið og sá svo að fæturnir drógust ekki saman þegar hún ýtti í hana með báðum kústunum þannig að hún taldi hana dauða.... uppgötvaði svo sér til mikillar gremju en líka skemmtunar, að þetta var bara gervikvikindi! Ji hvað ég hló þegar ég ímyndaði mér hana á náttsloppnum með tvo kústa að reyna að drepa helvítið! Svona er ég nú mikill prakkari.... hehe Imba Fox | 10:40 e.h. | Comments
Fór í ammli í gær hjá henni Fjúl minni og hitti þar einstaklega skemmtilegan hóp einstaklinga sem voru flestir með mér hér á árum áður í Njarðvíkurskóla. Alltaf gaman að því og var miiiikið hlegið. Mest hló ég þó af djóki sem hann Siggi sýndi okkur. Hann tók buxnavasana "upp úr buxnavösunum" (æi þið vitið þá standa þeir út) og svo sagði hann "Viljið þið sjá minnsta fíl í heimi?" og þóttist ætla að renna niður buxnaklaufinni. Við misstum okkur úr hlátri!!! Fyrir ykkur sem eruð ekki enn búin að fatta ennþá þá áttu buxnavasarnir að tákna fílseyru og dinglumdanglið ranann ;) hehe Kannski var þetta bara svona "you had to be there" moment en mér fannst þetta allavegana fyndið..... ;) Imba Fox | 10:28 e.h. | Comments
efst á síðu
c",)