~ Imba Fox ~

 

The FOX Fox






































































Things


This page is powered by Blogger.

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com



eXTReMe Tracker


25. feb. 2004
Jó pípól, whazzup??

Fólk er farið að kvarta svo mikið yfir leti minni á þessari blessuðu síðu að ég hef bara aldrei vitað annað eins. Ákvað að stilla aðeins til friðar og drita niður nokkrum línum! Í fyrsta lagi langar mig að óska Begga og Siggu sem og Freydísi og Guðna innilega til lukku með litlu sætu glænýju piltana sína! Fæðingar eru alltaf kraftaverk í hvert einasta skipti and girls, you truly are heroes!!! Það eru svo margar vinkonur mínar óléttar sem eiga að unga út á þessu ári að það er ekki normal..... maður verður bara gjaldþrota á að gefa ykkur öllum gjafir ;) hehehe nei ég segi svona. Hvað var það planað hjá öllum að setja í ofninn í fyrra og eiga barn á þessu ári???? Fínt plan ;) hehehe

Annað mál á dagskrá, kommentahelvítin vilja ekki sjást á síðunni (hurfu allt í einu í öllum litabreytingunum á síðunni minni ;) ) en bara svo þið vitið þá eru þau til staðar..... þau bara sjást ekki. Þarf að fá eitthvað tölvunörd til að hjálpa mér við þetta. Annars virkar spjallboxið hér til hliðar alltaf vel ;) Takk fyrir að vera dugleg að kommenta þar dúlluspaðarnir mínir

Annars hef ég frá voða litlu að segja....... hitti hljómsveitina The Rasmus um daginn, þeir voru hressir! Af hverju er söngvarinn alltaf með þessar fjaðrir í hausnum? Æi ég spyr hann næst þegar ég hitti hann ;) Já ég get nú reyndar sagt ykkur það að það er alltaf líf og fjör í flugstöðinni....... snilldarfólk sem maður vinnur með mar. Við AmyJ vorum reyndar teknar á teppið í morgun, það ver nú reyndar ekkert gaman. Við gellurnar erum nebbla svoddan "Rebels" í vinnunni. Ef við fílum ekki eitthvað þá sitjum við ekki þegjandi og hljóðalausar...... maður á alltaf að segja það sem manni finnst ....hahahaha Mömmu minni finnst það samt ekki sniðugt....... en ég geri það samt.

Jæja nóg í bili, later gators

P.S. Það eru komnar nýjar vinnumyndir inn á Imbufox ;) Bara flottar, með Tómas í aðalhlutverki

Imba Fox | 10:48 e.h.
2. feb. 2004
Jæja, þá eru myndirnar frá föstudagsdjamminu loksins komnar inn..... það er búið að ritskoða þær og sumar myndirnar fengu ekki að fara í albúmið........ þið sem voruð þarna vitið af hverju ;) hehehehe
ENTER AT YOUR OWN RISK!!!!!

Imba Fox | 10:57 e.h.



efst á síðu

 

c",)