Vegna þess hversu mikil fyllerísferð þetta var hjá okkur í vinnunni þá ákvað ég að taka því rólega um Verslunarmannahelgina og vera í faðmi famelíunnar í bústaðnum. Svo er maður líka að spara fyrir New York ferðinni í september!! Þessi bústaðarferð var í alla staði frábær! Fullt af fólki í bústöðunum í kring og á laugardeginum var haldin hin hefðbundna “brenna” fyrir alla sumarbústaðaeigendurna. Svo héldum við okkar eigin Þjóðhátíð á svæðinu okkar á miðnætti, brekkusöngur með Böðvari Johnsen (eða kannski Marshall), varðeldur og svo flugeldasýning í boði pabba og Jónasar! Kristján bróðir stal senunni ásamt Palla “móðurbróður" (smá einkahúmor hérna) hehehe Annars var mest legið í leti, spilað, legið í sólbaði og svo kaffærði ég Agnesi mína næstum í kossum! Mamma með veisluhlaðborð alla helgina þannig að ég mun sko taka á í ræktinni næstu vikurnar! Jiminn hvað það er búið að vera gaman!
Ef það væri bara alltaf svona mikið fjör???